Fótbolti

Fyrsti derby-leikur Eiðs Smára á frönsku Rivíerunni er sögulegur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/E.Stefán

Eiður Smári Guðjohnsen spilar á morgun sinn fyrsta derby-leik á frönsku Rivíerunni þegar Mónakó-liðið fer í heimsókn til Nice. Nice er aðeins í þrettán kílómetra fjarlægð frá Mónakó og þetta er því mikill nágrannaslagur.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 17.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þetta er sögulegur leikur því þetta er í hundraðasta skiptið sem liðin mætast í öllum keppnum.

Liðin hafa mæst 80 sinnum í efstu deild, 2 sinnum í næstefstu deild, 14 sinnum í franska bikarnum, tvisvar sinnum í deildarbikarnum og síðan í Meistarakeppninni árið 1997.

Monakó-liðið hefur haft betur í þessum leikjum, hefur unnið 40 af 99 leikjum, Nice hefur unnið 29 leiki og 30 leikir hafa endað með jafntefli. Markatalan er 133-108 Mónakó í vil.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×