Enski boltinn

Alex McLeish: Einbeiting minna manna var frábær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alex McLeish, stjóri Birmingham, í leiknum í dag.
Alex McLeish, stjóri Birmingham, í leiknum í dag. Mynd/AFP

Alex McLeish, stjóri Birmingham, var ánægður með markalaust jafntefli á móti toppliði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Chelsea-liðið ógnaði markinu okkar allan tímann en einbeiting minna manna var frábær. Það er stórkostlegt afrek að fara taplausir í gegnum tíu leiki í röð," sagði McLeish eftir leikinn.

Birmingham hefur nú ekki tapað leik síðan að liðið heimsótti Arsenal 17. október síðastliðinn. Síðan þá hefur liðið unnið sex leiki, gert fjögur jafntefli og haldið marki sínu fimm sinnum hreinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×