Enski boltinn

Joe Hart fyrstur til að halda hreinu á móti Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joe Hart og Liam Ridgewell stóðu sig vel í dag.
Joe Hart og Liam Ridgewell stóðu sig vel í dag. Mynd/AFP

Vandræði Chelsea héldu áfram í dag þegar liðið náði aðeins markalausu jafntefli á móti Birmingham í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar. Birmingham-liðið sýndi í þessum leik að það er engin tilviljun að liðið sé í 7. sæti deildarinnar.

Joe Hart, markvörður Birmingham, stóð sig mjög vel í markinu í þessum leik og varð þar með fyrsti markvörðurinn til að halda hreinu á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Chelsea var mun meira með boltann og átti mörg góð tækifæri en Hart varði hvað eftir annað á stórkostlegan hátt. Þetta jafntefli þýðir að Chelsea er aðeins búið að vinna einn af síðustu sex leikjum sínum í öllum keppnum.

Birmingham-liðið varðist vel í leiknum og átti einnig margar skeinuhættar skyndisóknir. Christian Benitez skoraði að því virtist löglegt mark á 31. mínútu en það var dæmt af vegna rangstöðu.

Chelsea spilaði manni færri síðustu mínúturnar í leiknum eftir að Florent Malouda fékk sitt annað gula spjald.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×