Enski boltinn

Aron og Kári fögnuðu báðir 1-0 sigri með liðum sínum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson hjá Coventry.
Aron Einar Gunnarsson hjá Coventry. Mynd/AFP

Aron Einar Gunnarsson hjá Coventry og Kári Árnason hjá Plymouth spiluðu báðir allar 90 mínúturnar í 1-o sigurleikjum sinna liða í ensku b-deildinni í dag. Sigurmörkin í leikjunum báðum komu skömmu fyrir leikslok.

Aron Einar Gunnarsson lék á miðjunni hjá Coventry sem vann 1-0 heimasigur á Doncaster. Það var varamaðurinn Clinton Morrison sem skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leikslok. Aron Einar var nálægt því að skora í leiknum en hann átti skot í stöngina í seinni hálfleik sem var eitt af þremur skotum liðsins í slagverkið. Þetta var þriðji sigur Coventry-liðsins í röð.

Kári Árnason lék sem miðvörður í 1-0 útisigri Plymouth á Cardiff en fyrir leikinn var Plymouth í neðsta sæti en Cardiff tuttugu sætum ofar í því fjórða. Gary Sawyer skoraði sigurmarkið sjö mínútum fyrir leikslok. Plymouth var fyrir leikinn búið að tapa fimm leikjum í röð án þess að ná að skora og var sigurinn því langþráður fyrir Kára og félaga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×