Enski boltinn

Hiddink svarar á næstu dögum

Elvar Geir Magnússon skrifar

Guus Hiddink reiknar ekki með að verða orðinn nýr knattspyrnustjóri Chelsea fyrir næstu helgi en mun gefa lokasvar til félagsins á næstu dögum.

Rússneska knattspyrnusambandið hefur gefið Chelsea leyfi til að ræða við Hiddink um að taka við stjórnartaumunum út tímabilið. Hann mun þá halda áfram þjálfun Rússlands á sama tíma.

„Það er ekki í myndinni að ég hætti með rússneska landsliðið. Ég mun halda áfram að sinna því starfi sem ég nýt mjög. Það er möguleiki á því að ég taki samhliða við Chelsea en ég mun svara því á næstu dögum," sagði Hiddink.

Það eru litlar líkur á því að Hiddink verði orðinn stjóri Chelsea fyrir bikarleik gegn Watford næsta laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×