Innlent

Fær langþráð lán frá Evrópu

Fulltrúar Orkuveitunnar og Evrópska fjárfestingabankans undirrituðu í gær samning um fjármögnun framkvæmda á Hengilssvæðinu, um það bil ári á eftir áætlun.

Lánið samsvarar 31 milljarði króna og fer meginhluti þess til uppgreiðslu annarra lána. Þannig ætlar stjórnarformaður fyrirtækisins, Guðlaugur G. Sverrisson, að af þessum 31 milljarði bætist fjórir milljarðar í raun við skuldir Orkuveitunnar. Þær verða þá 231 milljarður króna. Hann gleðst yfir því að evrópski bankinn treysti Orkuveitunni til góðra verka. - kóþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×