Erlent

Mótmælt í Amman

Frá mótmælunum í Amman í dag.
Frá mótmælunum í Amman í dag. MYND/AP

Fjölmenn mótmæli voru haldin í Amman, höfuðborg Jórdaníu, í dag vegna árása Ísraela á Gaza-ströndina undanfarnar þrjár vikur. Reiðum mótmælendum lenti saman við óeirðalögreglu fyrir utan sendiráð Ísraela í borginni. Þess var krafist að stjórnmálasambandi við landið yrði slitið og sendiherrann rekinn úr landi.

Jórdanía og Egyptaland eru einu löndin fyrir botni Miðjarðarhafs sem eiga í stjórnmálasambandi við Ísrael.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×