Fótbolti

Skotinn til bana í miðjum knattspyrnuleik

Nordic Photos/Getty Images

Sannkallaður harmleikur átti sér stað á knattspyrnuleik í Írak á sunnudaginn þegar leikmaður var skotinn til bana inni á vellinum eftir að hafa skorað.

Leikmaðurinn hét Heidar Kazem og var hann skotinn í höfuðið þegar hann var nýbúinn að skora fyrir lið sitt Sinjar gegn erkifjendum liðsins í Buhayra.

Kazem lést á leið á sjúkrahús, en þessi hræðilegi atburður átti sér stað í Hilla sem er um 100 kílómetrum sunnan af Bagdad. Sá sem grunaður er um verknaðinn hefur verið handtekinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×