Innlent

Fórnarlömb ofbeldis bera aldrei ábyrgð

Í tilefni af fræðsluefni Lýðheilsustöðvar fyrir ungt fólk um áfengi og skaðsemi þess sér Femínistafélag Íslands ástæðu til að senda þau skilaboð til fórnarlamba ofbeldis að þau bera aldrei ábyrgð á ofbeldi sem þau verða fyrir.

„Skömmin, sektin og ábyrgðin hvílir á ofbeldismanninum, ekki fórnarlömbum hans, sama undir hvaða kringumstæðum ofbeldinu er beitt."

Auglýsing Lýðheilsustöðvar sem birtist í nýjasta töluhefti Monitors hefur vakið nokkra athygli en bæði framkvæmdastýra Kvennaathvarfs og talsmaður Stígamóta hafa sett út á boðskap hennar. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að auglýsingin verði tekin til skoðunar.

Femínistafélag Íslands sendir stuðningskveðjur til þeirra sem beitt hafa verið ofbeldi. „Ofbeldi er misnotkun á valdi og hvetur Femínistafélagið samfélagið allt til að beina athyglinni að ofbeldismönnum og krefjast þess að þeir axli ábyrgð á gjörðum sínum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×