Enski boltinn

O´Shea lengur frá en talið var í fyrstu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Óttast er að Írinn stóri, John O´Shea, verði frá næstu tvo mánuði vegna meiðsla á læri. Hann meiddist í frægum landsleik Íra og Frakka og er ekki væntanlegur strax á völlinn.

Vonast var til að hann gæti byrjað að spila á ný í upphafi næsta árs en nú er ljóst að það verður einhver bið á því.

Góðu fréttirnar fyrir United eru aftur á móti þær að Rio Ferdinand og Jonny Evans eru að verða klárir í slaginn.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×