Innlent

Óvissa um hlutinn í HS Orku

Ríkið hefur ekki tök á því að kaupa hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku. Þetta er skoðun margra samfylkingarmanna og meirihluta borgarstjórnar, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir málið enn vera í skoðun hjá fjármálaráðuneytinu.

„Þetta hefur ekkert verið tekið fyrir í flokkunum. Menn hafa bara verið að skoða stöðuna," segir hann. Þá segir hann ríkisstjórnina ekki hafa rætt málið, fyrir utan það að í byrjun málsins hafi hann fundað með forsætisráðherra, iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra.

Steingrímur fundaði með Ross Beaty, forstjóra Magma Energy, í gærdag.

Heimildir Fréttablaðsins herma að það sé víðtæk skoðun innan Samfylkingarinnar og einnig meirihluta borgarstjórnar, að ekki sé möguleiki fyrir ríkið að kaupa hlutinn. Meðal annars myndi Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gera við það athugasemdir.

Vilji er til þess meðal allra aðila málsins að veita stjórnvöldum svigrúm til þess að kanna málið til hlítar, samkvæmt heimildum blaðsins. - þeb



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×