Umfjöllun: KR stöðvaði sigurgöngu Eyjamanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. ágúst 2009 17:00 Björgólfur Takefusa skoraði eitt mark fyrir KR í kvöld. Mynd/Stefán KR-ingar stöðvuðu í dag sigurgöngu Eyjamanna í Pepsi-deild karla með 3-0 sigri í vesturbænum. Um leið kom KR sér þægilega fyrir í öðru sæti deildarinnar. Björgólfur Takefusa skoraði fyrsta mark KR en annað markið var sjálfsmark eftir laglegan undirbúning Guðmundar Reynis Gunnarssonar. Hinn sextán ára gamli Ingólfur Sigurðsson innsiglaði svo sigurinn með marki í uppbótartíma. Þá var hann aðeins búinn að vera inn á vellinum í fáeinar mínútur í sínum fyrsta leik með meistaraflokki KR. Þó svo að ekkert mark hafi verið skorað í fyrri hálfleik var hann einkar fjörlegur. Bæði lið vildu fá víti fremur snemma leiks og virtust Eyjamenn hafa talsvert til síns máls eftir að brotið var á Ajay Leitch-Smith var að sleppa í gegn. En dómarinn dæmdi ekkert. Bæði lið sóttu nokkuð stíft til skiptis í hálfleiknum. Það var þó nokkuð lítið um almennileg marktækifæri en eitt það besta fékk Guðmundur Benediktsson á 9. mínútu er hann komst í góða skotstöðu en hitti ekki markið. Óskar Örn Hauksson komst einnig í gott skallafæri en boltanum var bjargað í horn á síðustu stundu. Svipað var upp á teningnum í síðari hálfleik. Bæði lið sóttu nokkuð stíft og því aðeins tímaspursmál hvenær fyrsta markið myndi líta dagsins ljós. Allt útlit var fyrir að það hefði komið á 50. mínútu er Grétar Sigurðarson skallaði hornspyrnu Guðmundar Benediktssonar í markið en það var dæmt af, sennilega þar sem brotið var á Alberti Sævarssyni, markverði ÍBV. Eyjamenn fengu líka sín færi og átti Viðar Örn Kjartansson gott skot að marki KR sem Andre Hansen varði vel. Hinum megin á vellinum átti Óskar Örn Hauksson skot sem Albert varði einkar vel í marki ÍBV. Það gerðist á 67. mínútu og aðeins einni mínútu síðar var ísinn brotinn. KR-ingar tóku stutta hornspyrnu á Bjarna Guðjónsson sem framlengdi knöttinn á fjarstöng. Þar var Björgólfur Takefusa einn á auðum sjó og skoraði af öryggi. Tveimur mínútum síðar fengu Eyjamenn sitt hættulegasta færi. Pétur Runólfsson átti hörkuskot sem hafnaði í slánni. Hlutirnir gerðust hratt á þessum kafla og á 76. mínútu kom næsta mark. KR-ingar spiluðu sig hratt í gegnum vörn ÍBV upp vinstri kantinn þar sem Guðmundur Reynir gaf hættulegan bolta fyrir. Hinn ungi Eiður Aron Sigurbjörnsson reyndi að bægja hættunni frá en varð fyrir því óláni að skalla í eigið mark. Björgólfur Takefusa var annars í góðri stöðu. Þegar skammt var eftir af leiknum virtust Eyjamenn hafa minnkað muninn er boltinn var skallaður í mark KR-inga eftir hornspyrnu. En aftur var mark dæmt ólöglegt, aftur vegna brots á leikmanni í teignum. Þegar Ingólfur Sigurðsson kom inn á sem varamaður á 86. mínútu fögnuðu margir KR-ingar enda mikið verið rætt um piltinn sem þykir með þeim allra efnilegustu hér á landi. Hann var ekki lengi að sýna hvað í honum býr og getur þakkað Baldri Sigurðssyni að stærstum hluta fyrir fyrsta markið sitt. Baldur sýndi mikla óeigingirni þegar hann renndi boltanum út á Ingólf í stað þess að skjóta sjálfur. Ingólfur sýndi engu að síður mikla yfirvegun þegar hann skoraði markið og var honum vel og innilega fagnað, bæði af stuðningsmönnum og leikmönnum.KR - ÍBV 3-0 1-0 Björgólfur Takefusa (68.) 2-0 Eiður Aron Sigurbjörnsson, sjálfsmark (76.) 3-0 Ingólfur Sigurðsson (92.) KR-völlur. Áhorfendur: 1.270Dómari: Einar Örn Daníelsson (7)Skot (á mark): 25-15 (9-5)Varin skot: Hansen 4 - Albert 6.Horn: 13-10Aukaspyrnur fengnar: 11-12Rangstöður: 0-1KR (4-4-2): Andre Hansen 7 Skúli Jón Friðgeirsson 4 Grétar Sigurðsson 7 Mark Rutgers 6 Guðmundur Reynir Gunnarsson 7 Gunnar Örn Jónsson 6 (78. Gunnar Kristjánsson -) Bjarni Guðjónsson 7 Baldur Sigurðsson 7 Óskar Örn Hauksson 6 (86. Ingólfur Sigurðsson -) Björgólfur Takefusa 8 - maður leiksins Guðmundur Benediktsson 6 (71. Atli Jóhannsson -)ÍBV (4-5-1): Albert Sævarsson 6 Pétur Runólfsson 7 Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 Andri Ólafsson 7 Þórarinn Ingi Valdimarsson 6 Christopher Clements 5 Tony Mawejje 5 (74. Gauti Þorvarðarson -) Yngvi Borgþórsson 6 Ajay Leitch-Smith 6 Augustine Nsumba 6 (82. Bjarni Rúnar Einarsson -) Viðar Örn Kjartansson 5 (74. Eyþór Helgi Birgisson -) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Logi: Verður sögulegt mark Logi Ólafsson, þjálfari KR, segir að hann hafi lengi beðið eftir rétta tækifærinu að leyfa hinum sextán ára gamla Ingólfi Sigurðssyni að spreyta sig með KR. 26. ágúst 2009 20:53 Guðmundur Reynir: Góður karakter í liðinu Guðmundur Reynir Gunnarsson var ánægður með sigur sinna manna í KR á ÍBV í kvöld. Lokatölur voru 3-0, KR í vil. 26. ágúst 2009 23:05 Ingólfur: Ætlaði ekki að trúa þessu Hinn sextán ára Ingólfur Sigurðsson var hæstánægður með að hafa skorað í sínum fyrsta leik með meistaraflokki KR. Hann innsiglaði 3-0 sigur KR á ÍBV í kvöld. 26. ágúst 2009 20:19 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
KR-ingar stöðvuðu í dag sigurgöngu Eyjamanna í Pepsi-deild karla með 3-0 sigri í vesturbænum. Um leið kom KR sér þægilega fyrir í öðru sæti deildarinnar. Björgólfur Takefusa skoraði fyrsta mark KR en annað markið var sjálfsmark eftir laglegan undirbúning Guðmundar Reynis Gunnarssonar. Hinn sextán ára gamli Ingólfur Sigurðsson innsiglaði svo sigurinn með marki í uppbótartíma. Þá var hann aðeins búinn að vera inn á vellinum í fáeinar mínútur í sínum fyrsta leik með meistaraflokki KR. Þó svo að ekkert mark hafi verið skorað í fyrri hálfleik var hann einkar fjörlegur. Bæði lið vildu fá víti fremur snemma leiks og virtust Eyjamenn hafa talsvert til síns máls eftir að brotið var á Ajay Leitch-Smith var að sleppa í gegn. En dómarinn dæmdi ekkert. Bæði lið sóttu nokkuð stíft til skiptis í hálfleiknum. Það var þó nokkuð lítið um almennileg marktækifæri en eitt það besta fékk Guðmundur Benediktsson á 9. mínútu er hann komst í góða skotstöðu en hitti ekki markið. Óskar Örn Hauksson komst einnig í gott skallafæri en boltanum var bjargað í horn á síðustu stundu. Svipað var upp á teningnum í síðari hálfleik. Bæði lið sóttu nokkuð stíft og því aðeins tímaspursmál hvenær fyrsta markið myndi líta dagsins ljós. Allt útlit var fyrir að það hefði komið á 50. mínútu er Grétar Sigurðarson skallaði hornspyrnu Guðmundar Benediktssonar í markið en það var dæmt af, sennilega þar sem brotið var á Alberti Sævarssyni, markverði ÍBV. Eyjamenn fengu líka sín færi og átti Viðar Örn Kjartansson gott skot að marki KR sem Andre Hansen varði vel. Hinum megin á vellinum átti Óskar Örn Hauksson skot sem Albert varði einkar vel í marki ÍBV. Það gerðist á 67. mínútu og aðeins einni mínútu síðar var ísinn brotinn. KR-ingar tóku stutta hornspyrnu á Bjarna Guðjónsson sem framlengdi knöttinn á fjarstöng. Þar var Björgólfur Takefusa einn á auðum sjó og skoraði af öryggi. Tveimur mínútum síðar fengu Eyjamenn sitt hættulegasta færi. Pétur Runólfsson átti hörkuskot sem hafnaði í slánni. Hlutirnir gerðust hratt á þessum kafla og á 76. mínútu kom næsta mark. KR-ingar spiluðu sig hratt í gegnum vörn ÍBV upp vinstri kantinn þar sem Guðmundur Reynir gaf hættulegan bolta fyrir. Hinn ungi Eiður Aron Sigurbjörnsson reyndi að bægja hættunni frá en varð fyrir því óláni að skalla í eigið mark. Björgólfur Takefusa var annars í góðri stöðu. Þegar skammt var eftir af leiknum virtust Eyjamenn hafa minnkað muninn er boltinn var skallaður í mark KR-inga eftir hornspyrnu. En aftur var mark dæmt ólöglegt, aftur vegna brots á leikmanni í teignum. Þegar Ingólfur Sigurðsson kom inn á sem varamaður á 86. mínútu fögnuðu margir KR-ingar enda mikið verið rætt um piltinn sem þykir með þeim allra efnilegustu hér á landi. Hann var ekki lengi að sýna hvað í honum býr og getur þakkað Baldri Sigurðssyni að stærstum hluta fyrir fyrsta markið sitt. Baldur sýndi mikla óeigingirni þegar hann renndi boltanum út á Ingólf í stað þess að skjóta sjálfur. Ingólfur sýndi engu að síður mikla yfirvegun þegar hann skoraði markið og var honum vel og innilega fagnað, bæði af stuðningsmönnum og leikmönnum.KR - ÍBV 3-0 1-0 Björgólfur Takefusa (68.) 2-0 Eiður Aron Sigurbjörnsson, sjálfsmark (76.) 3-0 Ingólfur Sigurðsson (92.) KR-völlur. Áhorfendur: 1.270Dómari: Einar Örn Daníelsson (7)Skot (á mark): 25-15 (9-5)Varin skot: Hansen 4 - Albert 6.Horn: 13-10Aukaspyrnur fengnar: 11-12Rangstöður: 0-1KR (4-4-2): Andre Hansen 7 Skúli Jón Friðgeirsson 4 Grétar Sigurðsson 7 Mark Rutgers 6 Guðmundur Reynir Gunnarsson 7 Gunnar Örn Jónsson 6 (78. Gunnar Kristjánsson -) Bjarni Guðjónsson 7 Baldur Sigurðsson 7 Óskar Örn Hauksson 6 (86. Ingólfur Sigurðsson -) Björgólfur Takefusa 8 - maður leiksins Guðmundur Benediktsson 6 (71. Atli Jóhannsson -)ÍBV (4-5-1): Albert Sævarsson 6 Pétur Runólfsson 7 Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 Andri Ólafsson 7 Þórarinn Ingi Valdimarsson 6 Christopher Clements 5 Tony Mawejje 5 (74. Gauti Þorvarðarson -) Yngvi Borgþórsson 6 Ajay Leitch-Smith 6 Augustine Nsumba 6 (82. Bjarni Rúnar Einarsson -) Viðar Örn Kjartansson 5 (74. Eyþór Helgi Birgisson -)
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Logi: Verður sögulegt mark Logi Ólafsson, þjálfari KR, segir að hann hafi lengi beðið eftir rétta tækifærinu að leyfa hinum sextán ára gamla Ingólfi Sigurðssyni að spreyta sig með KR. 26. ágúst 2009 20:53 Guðmundur Reynir: Góður karakter í liðinu Guðmundur Reynir Gunnarsson var ánægður með sigur sinna manna í KR á ÍBV í kvöld. Lokatölur voru 3-0, KR í vil. 26. ágúst 2009 23:05 Ingólfur: Ætlaði ekki að trúa þessu Hinn sextán ára Ingólfur Sigurðsson var hæstánægður með að hafa skorað í sínum fyrsta leik með meistaraflokki KR. Hann innsiglaði 3-0 sigur KR á ÍBV í kvöld. 26. ágúst 2009 20:19 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Logi: Verður sögulegt mark Logi Ólafsson, þjálfari KR, segir að hann hafi lengi beðið eftir rétta tækifærinu að leyfa hinum sextán ára gamla Ingólfi Sigurðssyni að spreyta sig með KR. 26. ágúst 2009 20:53
Guðmundur Reynir: Góður karakter í liðinu Guðmundur Reynir Gunnarsson var ánægður með sigur sinna manna í KR á ÍBV í kvöld. Lokatölur voru 3-0, KR í vil. 26. ágúst 2009 23:05
Ingólfur: Ætlaði ekki að trúa þessu Hinn sextán ára Ingólfur Sigurðsson var hæstánægður með að hafa skorað í sínum fyrsta leik með meistaraflokki KR. Hann innsiglaði 3-0 sigur KR á ÍBV í kvöld. 26. ágúst 2009 20:19