Umfjöllun: KR stöðvaði sigurgöngu Eyjamanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. ágúst 2009 17:00 Björgólfur Takefusa skoraði eitt mark fyrir KR í kvöld. Mynd/Stefán KR-ingar stöðvuðu í dag sigurgöngu Eyjamanna í Pepsi-deild karla með 3-0 sigri í vesturbænum. Um leið kom KR sér þægilega fyrir í öðru sæti deildarinnar. Björgólfur Takefusa skoraði fyrsta mark KR en annað markið var sjálfsmark eftir laglegan undirbúning Guðmundar Reynis Gunnarssonar. Hinn sextán ára gamli Ingólfur Sigurðsson innsiglaði svo sigurinn með marki í uppbótartíma. Þá var hann aðeins búinn að vera inn á vellinum í fáeinar mínútur í sínum fyrsta leik með meistaraflokki KR. Þó svo að ekkert mark hafi verið skorað í fyrri hálfleik var hann einkar fjörlegur. Bæði lið vildu fá víti fremur snemma leiks og virtust Eyjamenn hafa talsvert til síns máls eftir að brotið var á Ajay Leitch-Smith var að sleppa í gegn. En dómarinn dæmdi ekkert. Bæði lið sóttu nokkuð stíft til skiptis í hálfleiknum. Það var þó nokkuð lítið um almennileg marktækifæri en eitt það besta fékk Guðmundur Benediktsson á 9. mínútu er hann komst í góða skotstöðu en hitti ekki markið. Óskar Örn Hauksson komst einnig í gott skallafæri en boltanum var bjargað í horn á síðustu stundu. Svipað var upp á teningnum í síðari hálfleik. Bæði lið sóttu nokkuð stíft og því aðeins tímaspursmál hvenær fyrsta markið myndi líta dagsins ljós. Allt útlit var fyrir að það hefði komið á 50. mínútu er Grétar Sigurðarson skallaði hornspyrnu Guðmundar Benediktssonar í markið en það var dæmt af, sennilega þar sem brotið var á Alberti Sævarssyni, markverði ÍBV. Eyjamenn fengu líka sín færi og átti Viðar Örn Kjartansson gott skot að marki KR sem Andre Hansen varði vel. Hinum megin á vellinum átti Óskar Örn Hauksson skot sem Albert varði einkar vel í marki ÍBV. Það gerðist á 67. mínútu og aðeins einni mínútu síðar var ísinn brotinn. KR-ingar tóku stutta hornspyrnu á Bjarna Guðjónsson sem framlengdi knöttinn á fjarstöng. Þar var Björgólfur Takefusa einn á auðum sjó og skoraði af öryggi. Tveimur mínútum síðar fengu Eyjamenn sitt hættulegasta færi. Pétur Runólfsson átti hörkuskot sem hafnaði í slánni. Hlutirnir gerðust hratt á þessum kafla og á 76. mínútu kom næsta mark. KR-ingar spiluðu sig hratt í gegnum vörn ÍBV upp vinstri kantinn þar sem Guðmundur Reynir gaf hættulegan bolta fyrir. Hinn ungi Eiður Aron Sigurbjörnsson reyndi að bægja hættunni frá en varð fyrir því óláni að skalla í eigið mark. Björgólfur Takefusa var annars í góðri stöðu. Þegar skammt var eftir af leiknum virtust Eyjamenn hafa minnkað muninn er boltinn var skallaður í mark KR-inga eftir hornspyrnu. En aftur var mark dæmt ólöglegt, aftur vegna brots á leikmanni í teignum. Þegar Ingólfur Sigurðsson kom inn á sem varamaður á 86. mínútu fögnuðu margir KR-ingar enda mikið verið rætt um piltinn sem þykir með þeim allra efnilegustu hér á landi. Hann var ekki lengi að sýna hvað í honum býr og getur þakkað Baldri Sigurðssyni að stærstum hluta fyrir fyrsta markið sitt. Baldur sýndi mikla óeigingirni þegar hann renndi boltanum út á Ingólf í stað þess að skjóta sjálfur. Ingólfur sýndi engu að síður mikla yfirvegun þegar hann skoraði markið og var honum vel og innilega fagnað, bæði af stuðningsmönnum og leikmönnum.KR - ÍBV 3-0 1-0 Björgólfur Takefusa (68.) 2-0 Eiður Aron Sigurbjörnsson, sjálfsmark (76.) 3-0 Ingólfur Sigurðsson (92.) KR-völlur. Áhorfendur: 1.270Dómari: Einar Örn Daníelsson (7)Skot (á mark): 25-15 (9-5)Varin skot: Hansen 4 - Albert 6.Horn: 13-10Aukaspyrnur fengnar: 11-12Rangstöður: 0-1KR (4-4-2): Andre Hansen 7 Skúli Jón Friðgeirsson 4 Grétar Sigurðsson 7 Mark Rutgers 6 Guðmundur Reynir Gunnarsson 7 Gunnar Örn Jónsson 6 (78. Gunnar Kristjánsson -) Bjarni Guðjónsson 7 Baldur Sigurðsson 7 Óskar Örn Hauksson 6 (86. Ingólfur Sigurðsson -) Björgólfur Takefusa 8 - maður leiksins Guðmundur Benediktsson 6 (71. Atli Jóhannsson -)ÍBV (4-5-1): Albert Sævarsson 6 Pétur Runólfsson 7 Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 Andri Ólafsson 7 Þórarinn Ingi Valdimarsson 6 Christopher Clements 5 Tony Mawejje 5 (74. Gauti Þorvarðarson -) Yngvi Borgþórsson 6 Ajay Leitch-Smith 6 Augustine Nsumba 6 (82. Bjarni Rúnar Einarsson -) Viðar Örn Kjartansson 5 (74. Eyþór Helgi Birgisson -) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Logi: Verður sögulegt mark Logi Ólafsson, þjálfari KR, segir að hann hafi lengi beðið eftir rétta tækifærinu að leyfa hinum sextán ára gamla Ingólfi Sigurðssyni að spreyta sig með KR. 26. ágúst 2009 20:53 Guðmundur Reynir: Góður karakter í liðinu Guðmundur Reynir Gunnarsson var ánægður með sigur sinna manna í KR á ÍBV í kvöld. Lokatölur voru 3-0, KR í vil. 26. ágúst 2009 23:05 Ingólfur: Ætlaði ekki að trúa þessu Hinn sextán ára Ingólfur Sigurðsson var hæstánægður með að hafa skorað í sínum fyrsta leik með meistaraflokki KR. Hann innsiglaði 3-0 sigur KR á ÍBV í kvöld. 26. ágúst 2009 20:19 Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Þetta var sársaukafullt“ Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
KR-ingar stöðvuðu í dag sigurgöngu Eyjamanna í Pepsi-deild karla með 3-0 sigri í vesturbænum. Um leið kom KR sér þægilega fyrir í öðru sæti deildarinnar. Björgólfur Takefusa skoraði fyrsta mark KR en annað markið var sjálfsmark eftir laglegan undirbúning Guðmundar Reynis Gunnarssonar. Hinn sextán ára gamli Ingólfur Sigurðsson innsiglaði svo sigurinn með marki í uppbótartíma. Þá var hann aðeins búinn að vera inn á vellinum í fáeinar mínútur í sínum fyrsta leik með meistaraflokki KR. Þó svo að ekkert mark hafi verið skorað í fyrri hálfleik var hann einkar fjörlegur. Bæði lið vildu fá víti fremur snemma leiks og virtust Eyjamenn hafa talsvert til síns máls eftir að brotið var á Ajay Leitch-Smith var að sleppa í gegn. En dómarinn dæmdi ekkert. Bæði lið sóttu nokkuð stíft til skiptis í hálfleiknum. Það var þó nokkuð lítið um almennileg marktækifæri en eitt það besta fékk Guðmundur Benediktsson á 9. mínútu er hann komst í góða skotstöðu en hitti ekki markið. Óskar Örn Hauksson komst einnig í gott skallafæri en boltanum var bjargað í horn á síðustu stundu. Svipað var upp á teningnum í síðari hálfleik. Bæði lið sóttu nokkuð stíft og því aðeins tímaspursmál hvenær fyrsta markið myndi líta dagsins ljós. Allt útlit var fyrir að það hefði komið á 50. mínútu er Grétar Sigurðarson skallaði hornspyrnu Guðmundar Benediktssonar í markið en það var dæmt af, sennilega þar sem brotið var á Alberti Sævarssyni, markverði ÍBV. Eyjamenn fengu líka sín færi og átti Viðar Örn Kjartansson gott skot að marki KR sem Andre Hansen varði vel. Hinum megin á vellinum átti Óskar Örn Hauksson skot sem Albert varði einkar vel í marki ÍBV. Það gerðist á 67. mínútu og aðeins einni mínútu síðar var ísinn brotinn. KR-ingar tóku stutta hornspyrnu á Bjarna Guðjónsson sem framlengdi knöttinn á fjarstöng. Þar var Björgólfur Takefusa einn á auðum sjó og skoraði af öryggi. Tveimur mínútum síðar fengu Eyjamenn sitt hættulegasta færi. Pétur Runólfsson átti hörkuskot sem hafnaði í slánni. Hlutirnir gerðust hratt á þessum kafla og á 76. mínútu kom næsta mark. KR-ingar spiluðu sig hratt í gegnum vörn ÍBV upp vinstri kantinn þar sem Guðmundur Reynir gaf hættulegan bolta fyrir. Hinn ungi Eiður Aron Sigurbjörnsson reyndi að bægja hættunni frá en varð fyrir því óláni að skalla í eigið mark. Björgólfur Takefusa var annars í góðri stöðu. Þegar skammt var eftir af leiknum virtust Eyjamenn hafa minnkað muninn er boltinn var skallaður í mark KR-inga eftir hornspyrnu. En aftur var mark dæmt ólöglegt, aftur vegna brots á leikmanni í teignum. Þegar Ingólfur Sigurðsson kom inn á sem varamaður á 86. mínútu fögnuðu margir KR-ingar enda mikið verið rætt um piltinn sem þykir með þeim allra efnilegustu hér á landi. Hann var ekki lengi að sýna hvað í honum býr og getur þakkað Baldri Sigurðssyni að stærstum hluta fyrir fyrsta markið sitt. Baldur sýndi mikla óeigingirni þegar hann renndi boltanum út á Ingólf í stað þess að skjóta sjálfur. Ingólfur sýndi engu að síður mikla yfirvegun þegar hann skoraði markið og var honum vel og innilega fagnað, bæði af stuðningsmönnum og leikmönnum.KR - ÍBV 3-0 1-0 Björgólfur Takefusa (68.) 2-0 Eiður Aron Sigurbjörnsson, sjálfsmark (76.) 3-0 Ingólfur Sigurðsson (92.) KR-völlur. Áhorfendur: 1.270Dómari: Einar Örn Daníelsson (7)Skot (á mark): 25-15 (9-5)Varin skot: Hansen 4 - Albert 6.Horn: 13-10Aukaspyrnur fengnar: 11-12Rangstöður: 0-1KR (4-4-2): Andre Hansen 7 Skúli Jón Friðgeirsson 4 Grétar Sigurðsson 7 Mark Rutgers 6 Guðmundur Reynir Gunnarsson 7 Gunnar Örn Jónsson 6 (78. Gunnar Kristjánsson -) Bjarni Guðjónsson 7 Baldur Sigurðsson 7 Óskar Örn Hauksson 6 (86. Ingólfur Sigurðsson -) Björgólfur Takefusa 8 - maður leiksins Guðmundur Benediktsson 6 (71. Atli Jóhannsson -)ÍBV (4-5-1): Albert Sævarsson 6 Pétur Runólfsson 7 Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 Andri Ólafsson 7 Þórarinn Ingi Valdimarsson 6 Christopher Clements 5 Tony Mawejje 5 (74. Gauti Þorvarðarson -) Yngvi Borgþórsson 6 Ajay Leitch-Smith 6 Augustine Nsumba 6 (82. Bjarni Rúnar Einarsson -) Viðar Örn Kjartansson 5 (74. Eyþór Helgi Birgisson -)
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Logi: Verður sögulegt mark Logi Ólafsson, þjálfari KR, segir að hann hafi lengi beðið eftir rétta tækifærinu að leyfa hinum sextán ára gamla Ingólfi Sigurðssyni að spreyta sig með KR. 26. ágúst 2009 20:53 Guðmundur Reynir: Góður karakter í liðinu Guðmundur Reynir Gunnarsson var ánægður með sigur sinna manna í KR á ÍBV í kvöld. Lokatölur voru 3-0, KR í vil. 26. ágúst 2009 23:05 Ingólfur: Ætlaði ekki að trúa þessu Hinn sextán ára Ingólfur Sigurðsson var hæstánægður með að hafa skorað í sínum fyrsta leik með meistaraflokki KR. Hann innsiglaði 3-0 sigur KR á ÍBV í kvöld. 26. ágúst 2009 20:19 Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Þetta var sársaukafullt“ Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Logi: Verður sögulegt mark Logi Ólafsson, þjálfari KR, segir að hann hafi lengi beðið eftir rétta tækifærinu að leyfa hinum sextán ára gamla Ingólfi Sigurðssyni að spreyta sig með KR. 26. ágúst 2009 20:53
Guðmundur Reynir: Góður karakter í liðinu Guðmundur Reynir Gunnarsson var ánægður með sigur sinna manna í KR á ÍBV í kvöld. Lokatölur voru 3-0, KR í vil. 26. ágúst 2009 23:05
Ingólfur: Ætlaði ekki að trúa þessu Hinn sextán ára Ingólfur Sigurðsson var hæstánægður með að hafa skorað í sínum fyrsta leik með meistaraflokki KR. Hann innsiglaði 3-0 sigur KR á ÍBV í kvöld. 26. ágúst 2009 20:19