Fótbolti

Eiður Smári enn í kuldanum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen í leik með íslenska landsliðinu.
Eiður Smári Guðjohnsen í leik með íslenska landsliðinu. Nordic Photos / AFP

Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í leikmannahópi Monaco sem mætir Lyon í frönsku úrvalsdeildinni í dag.

Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Eiður var ekki í hópi Monaco sem mætti Stade Rennais á miðvikudaginn en Monaco vann leikinn, 1-0. Það var fyrsti sigur Monaco í síðustu sex leikjum liðsins.

Eftir leikinn sögðu enskir fjölmiðlar að Eiði Smára hefði sinnast við Guy Lacombe, stjóra Monaco, og að hann vildi ólmur komast aftur til Englands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×