Erlent

Merkel: Sorgardagur fyrir alla Þjóðverja

Angela Merkel kanslari Þýskalands segir að skotárásin í Winnenden sé óskiljanleg, en 17 ára gamall fyrrverandi nemandi við gagnfræðaskóla bæjarins gekk berserksgang í skólanum og skaut nemendur og kennara til bana. Eftir blóðbaðið myrti hann vegafaranda og tók bíl hans traustataki.

Lögregla fann hann að lokum við verslunarmiðstöð í öðrum bæ í fjörutíu kílómetra fjarlægð og þar kom til skotbardaga þar sem tveir vegfarendur létu lífið áður en lögreglan felldi hann. 15 létu lífið í árásinni auk morðingjans.

Auk þess særðust fjölmargir nemendur auk tveggja lögreglumanna sem eru lífshættulega særðir. Merkel sagði við blaðamenn í dag að glæpurinn væri hroðalegt áfall og að dagurinn í dag væri sorgardagur fyrir allt Þýskaland.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×