Cotto og Pavlik á sigurbraut á ný 22. febrúar 2009 14:06 Miguel Cotto (th) vann yfirburðasigur á Bretanum Michael Jennings AFP Hnefaleikararnir Miguel Cotto og Kelly Pavlik unnu báðir yfirburðasigra í titilbardögum sínum í gærkvöld og réttu þannig úr kútnum eftir fyrstu töp sín á ferlinum. Cotto vann sigur á hinum snaggaralega Michael Jennings í fimmtu lotu WBO titilbardaga þeirra í Madison Square Garden í New York. Portó Ríkó-maðurinn Cotto, sem tapaði WBA titli sínum í hendur Mexíkómannsins Antonio Margarito í júlí í fyrra, hefur nú unnið 33 sigra á ferlinum og tapað aðeins einum. Bretinn Jennings máti sætta sig við að fara tvisvar í gólfið í fjórðu lotu og einu sinni í fimmtu áður en bardaginn var stöðvaður. Jennings tapaði sínum öðrum bardaga á ferlinum en hefur unnið 34. Cotto vonast til að mæta sigurvegaranum úr viðureign Ricky Hatton og Manny Pacquiao í Las Vegas þann 2. maí í vor. Öruggt hjá Pavlik á heimavelli Kelly Pavlik tapaði fyrsta bardaga sínum á ferlinum í október í fyrra gegn hinum síunga og 43 ára gamla landa sínum Bernard Hopkins. Bandaríkjamaðurinn endurheimti WBC og WBO titla sína í millivigt með sannfærandi sigri á Marco Antonio Rubio í gær. Bardaginn var ekki sérlega spennandi og lumbraði Pavlik (35 sigrar, 1 tap) á Rubio (43 sigrar, 1 jafntefli, 5 töp) í níu lotur þangað til Mexíkóinn ákvað að komið væri gott og hætti áður en tíunda lotan hófst. Fullt hús áhorfenda í Youngstown í Ohio fagnaði kappanum vel. "Það jafnast ekkert á við að koma aftur heim og jafna sig eftir tapið," sagði Pavlik ánægður og bætti við að hann væri til í að mæta hverjum sem er. Box Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Sjá meira
Hnefaleikararnir Miguel Cotto og Kelly Pavlik unnu báðir yfirburðasigra í titilbardögum sínum í gærkvöld og réttu þannig úr kútnum eftir fyrstu töp sín á ferlinum. Cotto vann sigur á hinum snaggaralega Michael Jennings í fimmtu lotu WBO titilbardaga þeirra í Madison Square Garden í New York. Portó Ríkó-maðurinn Cotto, sem tapaði WBA titli sínum í hendur Mexíkómannsins Antonio Margarito í júlí í fyrra, hefur nú unnið 33 sigra á ferlinum og tapað aðeins einum. Bretinn Jennings máti sætta sig við að fara tvisvar í gólfið í fjórðu lotu og einu sinni í fimmtu áður en bardaginn var stöðvaður. Jennings tapaði sínum öðrum bardaga á ferlinum en hefur unnið 34. Cotto vonast til að mæta sigurvegaranum úr viðureign Ricky Hatton og Manny Pacquiao í Las Vegas þann 2. maí í vor. Öruggt hjá Pavlik á heimavelli Kelly Pavlik tapaði fyrsta bardaga sínum á ferlinum í október í fyrra gegn hinum síunga og 43 ára gamla landa sínum Bernard Hopkins. Bandaríkjamaðurinn endurheimti WBC og WBO titla sína í millivigt með sannfærandi sigri á Marco Antonio Rubio í gær. Bardaginn var ekki sérlega spennandi og lumbraði Pavlik (35 sigrar, 1 tap) á Rubio (43 sigrar, 1 jafntefli, 5 töp) í níu lotur þangað til Mexíkóinn ákvað að komið væri gott og hætti áður en tíunda lotan hófst. Fullt hús áhorfenda í Youngstown í Ohio fagnaði kappanum vel. "Það jafnast ekkert á við að koma aftur heim og jafna sig eftir tapið," sagði Pavlik ánægður og bætti við að hann væri til í að mæta hverjum sem er.
Box Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Sjá meira