Enski boltinn

Owen orðaður við Celtic

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Owen fagnar marki í leik með Newcastle.
Michael Owen fagnar marki í leik með Newcastle. Nordic Photos / Getty Images
Michael Owen, leikmaður Newcastle, er í dag orðaður við skosku risana í Glasgow Celtic í enskum fjölmiðlum.

Samkvæmt News of the World mun Celtic vera reiðubúið að borga honum 50 þúsund pund í vikulaun en laun hans munu þó taka mið af því hversu mikið hann spilar. Hann fengi auk þess aukgagreiðslur fyrir mörk og titla sem félagið myndi vinna.

Owen þénar nú 115 þúsund pund í vikulaun hjá Newcastle en samningur hans við félagið rennur út í sumar. Mike Ashley, eigandi Newcastle, er ekki reiðubúinn að endurnýja samninginn á sömu kjörum.

Owen hefur verið hjá Newcastle í fjögur ár en á þeim tíma hefur hann verið lengi frá vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×