Íslenski boltinn

Eyjólfur: Er fullbókaður eins og er

Ómar Þorgeirsson skrifar
Eyjólfur Sverrisson.
Eyjólfur Sverrisson. Mynd/E.Stefán

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U-21 árs landsliðs Íslands, er eitt af þeim nöfnum sem hafa verið nefnd í umræðunni um líklegan eftirmann Willum Þórs í þjálfarastarfi hjá Pepsi-deidarliði Vals.

Eyjólfur kom bókstaflega af fjöllum þegar Vísir bar orðróminn undir hann.

„Er ekkert búinn að heyra af þessu. Ég er bara í veiði á fjöllum og kem reyndar líka af fjöllum með þetta mál og hef ekkert heyrt í neinum hjá Val. Ég er líka með U-21 árs landsliðið núna og er því vel bókaður," segir Eyjólfur að lokum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×