Innlent

Frestur runninn út

Umsóknarfrestur um embætti seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra rann út í gær. Forsætisráðuneytið gefur ekki upp að svo stöddu hversu margir sóttu um stöðurnar þar sem enn er beðið eftir umsóknum sem kunna að hafa verið póstlagðar, að sögn Kristjáns Kristjánssonar upplýsingarfulltrúa ráðuneytisins. Hinsvegar verður upplýst á morgun hvort og þá hverjir sóttu um stöðurnar.

Í samræmi við ný lög um Seðlabanka Íslands voru embættin auglýst til umsóknar í byrjun seinasta mánuðar. Skipuð verður matsnefnd til að leggja mat á hæfni umsækjanda um stöðurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×