Katrín fyrirliði: Eins og það séu 10 þúsund manns að hrópa mann áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2009 17:12 Katrín Jónsdóttir átti frábæran dag og hér þakkar hún fyrir stuðninginn í leiknum. Mynd/ÓskarÓ Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, átti frábæran dag í naumu 0-1 tapi á móti Heims- og Evrópumeisturum Þjóðverja í lokaleik liðsins á EM. Katrín stjórnaði vörninni með glæsibrag og var í öllum boltum sem nálguðust eða komu nálægt teignum. „Ég var orðin svolítið þreytt síðasta korterið. Ég sagði það við Gunnu (Guðrúnu Sóleyju Gunnarsdóttur) að ég held að ég hafi aldrei verið svona þreytt eftir að hafa spilað miðvörð heilan leik," sagði Katrín eftir leikinn. „Allt liðið var frábært í dag, við spiluðum góðan varnarleik og gáfum lítil færi á okkur. Þær skora eitt heppnismark að mínu mati en auðvitað áttu þær fleiri tækifæri. Þær áttu fleiri tækifæri en við og voru miklu meira með boltann en með smá heppni hefði maður getað fengið eitt mark," sagði Katrín sem átti flottan skalla í seinni hálfleik sem Þjóðverjarnir björguðu á línu. „Ég hitti hann vel og skallaði hann meira að segja niður en hún varði hann á línu. Boltinn vildi bara ekki inn í dag því Margrét átti líka eitt ágætt færi," sagði Katrín sem segir mikinn mun á þessum leik og þegar Ísland mætti Þýskalandi síðast fyrir meira en 14 árum síðan. „Það er mikill munur á okkar liði frá því að við mættum þeim síðast. Ég minnir þá að við höfum varla farið yfir miðju. Þetta er allt annað en var þá," sagði Katrín. „Maður er svekktastur með Frakkaleikinn en bæði í honum og Noregsleiknum sýndum við að við áttum erindi í þetta mót. Maður vildi halda þeirri ímynd áfram og mér fannst við ná því í dag," sagði Katrín. Katrín var ánægð með frábæran stuðning frá fjölmörgum íslenskum áhorfendum á leiknum. „Ég verð að fá að minnast á áhorfenduna sem eru búnir að vera alveg stórkostlegir. Þeir syngja og syngja eins og það séu 10 þúsund manns að hrópa mann áfram. Maður fær síðan alveg gæsahúð þegar þeir syngja með í þjóðsöngnum og að heyra í þeim gefur manni alltaf meiri kraft," sagði Katrín. „Það eru allir að fylgjast með okkur. Fyrir nokkrum árum þá var þetta bara fjölskyldan og nokkrir í viðbót. Nú er öll þjóðin að fylgjast með og þess vegna langaði okkur svo mikið að koma með einhver stig heim. Það gekk ekki eftir en ég held að við getum samt verið stolt af okkur frammistöðu á mótinu," sagði Katrín að lokum. Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, átti frábæran dag í naumu 0-1 tapi á móti Heims- og Evrópumeisturum Þjóðverja í lokaleik liðsins á EM. Katrín stjórnaði vörninni með glæsibrag og var í öllum boltum sem nálguðust eða komu nálægt teignum. „Ég var orðin svolítið þreytt síðasta korterið. Ég sagði það við Gunnu (Guðrúnu Sóleyju Gunnarsdóttur) að ég held að ég hafi aldrei verið svona þreytt eftir að hafa spilað miðvörð heilan leik," sagði Katrín eftir leikinn. „Allt liðið var frábært í dag, við spiluðum góðan varnarleik og gáfum lítil færi á okkur. Þær skora eitt heppnismark að mínu mati en auðvitað áttu þær fleiri tækifæri. Þær áttu fleiri tækifæri en við og voru miklu meira með boltann en með smá heppni hefði maður getað fengið eitt mark," sagði Katrín sem átti flottan skalla í seinni hálfleik sem Þjóðverjarnir björguðu á línu. „Ég hitti hann vel og skallaði hann meira að segja niður en hún varði hann á línu. Boltinn vildi bara ekki inn í dag því Margrét átti líka eitt ágætt færi," sagði Katrín sem segir mikinn mun á þessum leik og þegar Ísland mætti Þýskalandi síðast fyrir meira en 14 árum síðan. „Það er mikill munur á okkar liði frá því að við mættum þeim síðast. Ég minnir þá að við höfum varla farið yfir miðju. Þetta er allt annað en var þá," sagði Katrín. „Maður er svekktastur með Frakkaleikinn en bæði í honum og Noregsleiknum sýndum við að við áttum erindi í þetta mót. Maður vildi halda þeirri ímynd áfram og mér fannst við ná því í dag," sagði Katrín. Katrín var ánægð með frábæran stuðning frá fjölmörgum íslenskum áhorfendum á leiknum. „Ég verð að fá að minnast á áhorfenduna sem eru búnir að vera alveg stórkostlegir. Þeir syngja og syngja eins og það séu 10 þúsund manns að hrópa mann áfram. Maður fær síðan alveg gæsahúð þegar þeir syngja með í þjóðsöngnum og að heyra í þeim gefur manni alltaf meiri kraft," sagði Katrín. „Það eru allir að fylgjast með okkur. Fyrir nokkrum árum þá var þetta bara fjölskyldan og nokkrir í viðbót. Nú er öll þjóðin að fylgjast með og þess vegna langaði okkur svo mikið að koma með einhver stig heim. Það gekk ekki eftir en ég held að við getum samt verið stolt af okkur frammistöðu á mótinu," sagði Katrín að lokum.
Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira