Katrín fyrirliði: Eins og það séu 10 þúsund manns að hrópa mann áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2009 17:12 Katrín Jónsdóttir átti frábæran dag og hér þakkar hún fyrir stuðninginn í leiknum. Mynd/ÓskarÓ Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, átti frábæran dag í naumu 0-1 tapi á móti Heims- og Evrópumeisturum Þjóðverja í lokaleik liðsins á EM. Katrín stjórnaði vörninni með glæsibrag og var í öllum boltum sem nálguðust eða komu nálægt teignum. „Ég var orðin svolítið þreytt síðasta korterið. Ég sagði það við Gunnu (Guðrúnu Sóleyju Gunnarsdóttur) að ég held að ég hafi aldrei verið svona þreytt eftir að hafa spilað miðvörð heilan leik," sagði Katrín eftir leikinn. „Allt liðið var frábært í dag, við spiluðum góðan varnarleik og gáfum lítil færi á okkur. Þær skora eitt heppnismark að mínu mati en auðvitað áttu þær fleiri tækifæri. Þær áttu fleiri tækifæri en við og voru miklu meira með boltann en með smá heppni hefði maður getað fengið eitt mark," sagði Katrín sem átti flottan skalla í seinni hálfleik sem Þjóðverjarnir björguðu á línu. „Ég hitti hann vel og skallaði hann meira að segja niður en hún varði hann á línu. Boltinn vildi bara ekki inn í dag því Margrét átti líka eitt ágætt færi," sagði Katrín sem segir mikinn mun á þessum leik og þegar Ísland mætti Þýskalandi síðast fyrir meira en 14 árum síðan. „Það er mikill munur á okkar liði frá því að við mættum þeim síðast. Ég minnir þá að við höfum varla farið yfir miðju. Þetta er allt annað en var þá," sagði Katrín. „Maður er svekktastur með Frakkaleikinn en bæði í honum og Noregsleiknum sýndum við að við áttum erindi í þetta mót. Maður vildi halda þeirri ímynd áfram og mér fannst við ná því í dag," sagði Katrín. Katrín var ánægð með frábæran stuðning frá fjölmörgum íslenskum áhorfendum á leiknum. „Ég verð að fá að minnast á áhorfenduna sem eru búnir að vera alveg stórkostlegir. Þeir syngja og syngja eins og það séu 10 þúsund manns að hrópa mann áfram. Maður fær síðan alveg gæsahúð þegar þeir syngja með í þjóðsöngnum og að heyra í þeim gefur manni alltaf meiri kraft," sagði Katrín. „Það eru allir að fylgjast með okkur. Fyrir nokkrum árum þá var þetta bara fjölskyldan og nokkrir í viðbót. Nú er öll þjóðin að fylgjast með og þess vegna langaði okkur svo mikið að koma með einhver stig heim. Það gekk ekki eftir en ég held að við getum samt verið stolt af okkur frammistöðu á mótinu," sagði Katrín að lokum. Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH-ingar færðust skrefi nær Evrópusæti með öflugum sigri Leik lokið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Sjá meira
Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, átti frábæran dag í naumu 0-1 tapi á móti Heims- og Evrópumeisturum Þjóðverja í lokaleik liðsins á EM. Katrín stjórnaði vörninni með glæsibrag og var í öllum boltum sem nálguðust eða komu nálægt teignum. „Ég var orðin svolítið þreytt síðasta korterið. Ég sagði það við Gunnu (Guðrúnu Sóleyju Gunnarsdóttur) að ég held að ég hafi aldrei verið svona þreytt eftir að hafa spilað miðvörð heilan leik," sagði Katrín eftir leikinn. „Allt liðið var frábært í dag, við spiluðum góðan varnarleik og gáfum lítil færi á okkur. Þær skora eitt heppnismark að mínu mati en auðvitað áttu þær fleiri tækifæri. Þær áttu fleiri tækifæri en við og voru miklu meira með boltann en með smá heppni hefði maður getað fengið eitt mark," sagði Katrín sem átti flottan skalla í seinni hálfleik sem Þjóðverjarnir björguðu á línu. „Ég hitti hann vel og skallaði hann meira að segja niður en hún varði hann á línu. Boltinn vildi bara ekki inn í dag því Margrét átti líka eitt ágætt færi," sagði Katrín sem segir mikinn mun á þessum leik og þegar Ísland mætti Þýskalandi síðast fyrir meira en 14 árum síðan. „Það er mikill munur á okkar liði frá því að við mættum þeim síðast. Ég minnir þá að við höfum varla farið yfir miðju. Þetta er allt annað en var þá," sagði Katrín. „Maður er svekktastur með Frakkaleikinn en bæði í honum og Noregsleiknum sýndum við að við áttum erindi í þetta mót. Maður vildi halda þeirri ímynd áfram og mér fannst við ná því í dag," sagði Katrín. Katrín var ánægð með frábæran stuðning frá fjölmörgum íslenskum áhorfendum á leiknum. „Ég verð að fá að minnast á áhorfenduna sem eru búnir að vera alveg stórkostlegir. Þeir syngja og syngja eins og það séu 10 þúsund manns að hrópa mann áfram. Maður fær síðan alveg gæsahúð þegar þeir syngja með í þjóðsöngnum og að heyra í þeim gefur manni alltaf meiri kraft," sagði Katrín. „Það eru allir að fylgjast með okkur. Fyrir nokkrum árum þá var þetta bara fjölskyldan og nokkrir í viðbót. Nú er öll þjóðin að fylgjast með og þess vegna langaði okkur svo mikið að koma með einhver stig heim. Það gekk ekki eftir en ég held að við getum samt verið stolt af okkur frammistöðu á mótinu," sagði Katrín að lokum.
Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH-ingar færðust skrefi nær Evrópusæti með öflugum sigri Leik lokið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Sjá meira