Enski boltinn

Tottenham lagði West Ham

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Modric skorar fyrra mark Spurs í dag.
Modric skorar fyrra mark Spurs í dag.

Tottenham stökk upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag er liðið lagði West Ham, 2-0.

Luka Modric kom Spurs yfir á 11. mínútu og Jermain Defoe kláraði leikinn níu mínútum fyrir leikslok.

Sigur Spurs afar sanngjarn enda sótti liðið nær allan leikinn og hefði hæglega getað unnið stærri sigur.

Spurs í fjórða sæti með 38 stig en West Ham í því sautjánda með 18 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×