Innlent

Bílvelta í Árborg

Umferðaróhapp var við Biskupstungnabraut í Árborg þegar fólksbíll fór út af veginum og valt. Fjórir voru í bílnum en engum varð meint af að sögn varðstjóra lögreglunnar.

Sjúkrabíll var kallaður á vettvang en ekki ljóst hvort einhverjir voru færðir til aðhlynningar.

Lögreglan vill koma því á framfæri að skyggni er mjög slæmt á Hellisheiðinni og í Árborg. Þá er fljúgandi hálka. Fólk er beðið um að fara varlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×