Erlent

Ætlar að skjóta upp gervihnetti

Norður-Kóreustjórn hefur tilkynnt Sameinuðu þjóðunum að snemma í næsta mánuði verði skotið þar á loft gervihnetti.

Bandaríkin hafa grun um að Norður-Kóreumenn ætli að nota þetta skot til að gera tilraun með flugskeyti, en það væri brot á alþjóðareglum.

Vaxandi spenna hefur verið á milli Norður- og Suður-Kóreu síðustu daga. Heræfingar, með þátttöku Bandaríkjamanna, á hafinu við Kóreuskaga urðu til þess að Norður-Kórea sleit á mánudaginn sambandi við Suður-Kóreu og setti herlið sitt í viðbragðsstöðu.

- gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×