Innlent

Eldur í mannlausri íbúð á Akureyri

Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.
Engan sakaði þegar mikill eldur kom upp í mannlausri íbúð í fjölbýlishúsi við Keilusíðu á Akureyri um klukkan þrjú í nótt. Reykskynjari í stigagangi vakti íbúa, sem kölluðu á slökkvilið. Þegar það kom á vettvang höfðu rúður sprungið og stóðu eldtungurnar út úr gluggunum. Íbúar í öðrum íbúðum forðuðu sér út og sakaði engan. Slökkvistarf gekk vel og var stigagangur reykræstur að því loknu. Eldsupptök eru ókunn, en lögregla rannsakar málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×