Erlent

Obama kynnti fyrsta fjárlagafrumvarp sitt

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Barack Obama Bandaríkjaforseti átti fullt í fangi með að svara spurningum blaðamanna um gríðarmikinn fjárlagahalla sem vofir yfir Bandaríkjunum en hann kynnti sitt fyrsta fjárlagafrumvarp á blaðamannafundi í gær. Obama sagði að Bandaríkin myndu komast í gegnum efnahagserfiðleikana og hvatti almenning til að missa ekki móðinn. Hann sagði niðurskurð nauðsynlegan, til dæmis í heilbrigðiskerfinu, en um leið væru sóknarfærin næg á öðrum sviðum, svo sem í orkuiðnaðinum og víðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×