Erlent

Flóðbylgjuviðvörun afturkölluð

Jarðskjálftinn í Japan olli nokkru tjóni, meðal annars í þessari bjórverksmiðju í Sapporo.
Jarðskjálftinn í Japan olli nokkru tjóni, meðal annars í þessari bjórverksmiðju í Sapporo. MYND/AP

Flóðbylgjuviðvörun sem gefin var út í fimm ríkjum í gær í kjölfar öflugs jarðskjálfta við Andaman eyjaklasan í Indlandshafi í gærkvöldi var afturkölluð tveimur tímum síðar. Óttas var að flóðbylgur gætu skollið á Indlandi, Búrma, Tælandi, Indónesíu og í Bangladesh í kjölfar skjálftans sem mældist 7,6 á richter kvarðanum.

Skjálftinn varð á það miklu dýpi, eða um 20 kílómetrum undir jarðskorpunni að ekkert varð úr flóðbylgjunni. Þá reið annar stór skjálfti, 6,4 á richter yfir við strendur Japans á svipuðum tíma en ekki var búist við stórri bylgju í kjölfar hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×