Enski boltinn

Deildabikarinn: Myndir og ummæli

NordicPhotos/GettyImages

Manchester United varð í dag enskur deildabikarmeistari eftir sigur á Tottenham í vítakeppni í úrslitaleik á Wembley.

Staðan var jöfn 0-0 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og því varð að grípa til vítakeppni þar sem taugar Englandsmeistaranna reyndust sterkari en hjá sigurvegurum keppninnar í fyrra.

Hér fyrir neðan má sjá ummæli stjóra og leikmanna eftir leikinn og skemmtilegar myndir af dramatíkinni í vítakeppninni.

"Strákarnir sýndu mikið öryggi í vítakeppninni og Ben Foster varði vel og það gefur honum aukið sjálfstraust. Við hefðum viljað sleppa að fara í framlengingu en það sama má eflaust segja um Tottenham. Við verðum að vera ferskir á miðvkudaginn þar sem deildin og Meistaradeildin hafa forgang hjá okkur." - Sir Alex Ferguson, stjóri United.

"Mér fannst við spila mjög vel en vítakeppnir eru alltaf bara lottó og okkur leist ekkert allt of vel á spyrnumennina okkar. Svona er þetta. Liðið spilaði mjög vel og mér fannst við ekki eiga skilið að tapa þessum leik." - Harry Redknapp, stjóri Tottenham.

"Það stefnir í frábært tímabil hjá okkur ef við höldum svona áfram. Þetta var erfiður elikur og þungur völlurinn hjálpaði ekki. Bæði lið vildu sannarlega vinnan þennan leik en við erum ánægðir að ná að landa þessu." - Mike Phelan, aðstoðarstjóri United.

"Ég verð að hrósa strákunum sem náðu að halda haus í vítakeppninni. Þessi leikur lagðist vel í mig frá byrjun og það var frábært að fá að standa í markinu í þessum leik. Þetta var æsilegur leikur og það var frábært að vinna. Við erum Manchester United, við viljum vinna allta titla sem í boði eru." - Ben Foster, markvörður United.

"Þetta var bikarúrslitaleikur, svo auðvitað vildum við vinna til að næla okkur í meðbyr líkt og þann sem við fengum eftir HM félagsliða. Vonandi náum við að halda sama hungri og spilamennsku og við höfum gert að undanförnu. Hungur stjórans er mikið og það smitast í leikmennina." - Ryan Giggs, leikmaður United.

Hetjan Ben Foster með bikarinnNordicPhotos/GettyImages
Anderson fagnar sigurmarkinu í vítakeppninniNordicPhotos/AFP
Sir Alex FergusonNordicPhotos/GettyImages
Ben Foster ver spyrnu Jamie O´HaraNordicPhotos/AFP
Cristiano RonaldoNordicPhotos/AFP
Ben Foster og félagar lyfta bikarnumNordicPhotos/GettyImages
Jamie O´Hara klikkaði á fyrsta víti TottenhamNordicPhotos/GettyImages
Cristiano RonaldoNordicPhotos/GettyImages
Leikmenn United fagna eftir úrslitaspyrnu AndersonNordicPhotos/GettyImages
Leikmenn Tottenham voru ekki sannfærandi í vítakeppninniNordicPhotos/GettyImages
Tveir bikarar af fimm mögulegum eru í húsi hjá United á leiktíðinniNordicPhotos/GettyImages



Fleiri fréttir

Sjá meira


×