Fótbolti

Celtic vann skoska deildarbikarinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Celtic-menn fagna eftir sigurinn á Rangers í daf.
Celtic-menn fagna eftir sigurinn á Rangers í daf. Mynd/AFP

Celtic vann skoska deildarbikarinn í dag eftir 2-0 sigur í framlengingu gegn erkifjendum sínum í Rangers. Leikurinn fór fram á Hampden Park.

Írarnir Darren O'Dea og Aiden McGeady skoruðu mörkin í framlengingunni. Gordon Strachan er stjóri Celtic sem hefur unnið skosku deildina undanfarin þrjú ár.

Þetta er í 14. sinn sem Celtic vinnur skoska deildarbikarinn en Rangers sem vann hann í fyrra hefur unnið hann oftast eða 25 sinnum. Celtic hafði ekki unnið þennan bikar síðan 2006.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×