Umfjöllun: ÍBV á skilið að vera í efstu deild Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. september 2009 14:49 Leikmenn Grindavíkur fagna marki. Mynd/Vilhelm Eftir leik Fylkis og ÍBV fyrr í sumar skrifaði ofanritaður að lið ÍBV ætti nákvæmlega ekkert erindi í efstu deild. Ég skal með glöðu geði éta það ofan í mig núna. ÍBV sýndi í kvöld, og hefur sýnt í undanförnum leikjum, að þetta lið á fullt erindi í efstu deild. Það sem meira er þá getur ÍBV spilað úrvalsfótbolta. Ekki bara í vondu veðri heldur líka í góðu veðri eins og í kvöld. Eyjamenn réðu lögum og lofum lengstum í leiknum gegn Grindavík í kvöld. Spilaði vel út á velli en gekk oft illa að skapa sér opin færi. Boltinn gekk vel hjá liðinu í fáum snertingum, leikmenn hreyfanlegir og allir viljugir að taka þátt í spilinu. Dauðþreyttir Grindvíkingar gerðu lítið annað en að elta lengstum. Nsumba kom ÍBV yfir þegar hann fékk boltann í teignum, lék á Óskar markvörð og skoraði í tómt markið. Sanngjörn forysta. Það var svo algjörlega gegn gangi leiksins að Gilles Ondo jafnaði rétt fyrir hlé eftir klafs í teignum. Síðari hálfleikur var minna fyrir augað en samspil ÍBV var oft gott en færin vantaði. Eyjamenn vildu þó fá þrjú víti og höfðu talsvert til síns máls í að minnsta kosti tvö skipti af þessum þremur. Mörkin urðu þó ekki fleiri og jafnteflið felldi því Þrótt í 1. deild. ÍBV og Grindavík vantar enn tvö stig til þess að gulltryggja sæti sitt í deildinni en sætið er þó nokkuð tryggt enda þarf Fjölnir að vinna síðustu þrjá leiki sína. Ég er ekki að sjá það gerast en kannski þarf ég að éta þann spádóm ofan í mig eins og þann sleggjudóm sem ég felldi yfir ÍBV fyrr í sumar. Grindavík-ÍBV 1-1 0-1 Augustine Nsumba (13.) 1-1 Gilles Ondo (43.) Áhorfendur: 781Dómari: Erlendur Eiríksson 4.Skot (á mark): 9-20 (5-4)Varin skot: Óskar 2 – Albert 3Horn: 8-6Aukaspyrnur fengnar: 12-24Rangstöður: 5-4 Grindavík (4-4-2)Óskar Pétursson 5 Ray Anthony Jónsson 3 Orri Freyr Hjaltalín 6 Óli Stefán Flóventsson 5 Jósef Kristinn Jósefsson 4 Tor Erik Moen 4 (87., Páll Guðmundsson-) Þórarinn Kristjánsson 4 ( 67., Óli Baldur Bjarnason 6) Jóhann Helgason 5 Scott Ramsay 4 Sveinbjörn Jónasson 3 Gilles Ondo 5 ÍBV (4-4-2) Albert Sævarsson 7 Pétur Runólfsson 6 Andrew Mwesigwa 5 Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 Þórarinn Ingi Valdimarsson 5 Arnór Eyvar Ólafsson 7 (46., Bjarni Rúnar Einarsson 5) Yngvi Magnús Borgþórsson 5Tonny Mawejje 8 – Maður leiksinsAndri Ólafsson 7 Augustine Nsumba 7 (78., Ingi Rafn Ingibergsson -) Viðar Örn Kjartansson 6 (78., Gauti Þorvarðsson -) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Grindavík - ÍBV. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Óli Stefán: Gott fyrir gamlan mann að komast í frí „Það er vægt til orða tekið að segja að við höfum verið þreyttir í þessum leik. Það voru allir mjög þungir og leikur okkar þunglamalegir. Við vorum líka lengi í gang," sagði Óli Stefán Flóventsson Grindvíkingur eftir jafnteflið gegn ÍBV í kvöld. 3. september 2009 20:37 Andri Ólafs.: Svekkjandi að fá ekkert víti „Eins og við byrjuðum leikinn þá er ég svekktur að hafa ekki klárað leikinn. Þá hefðum við átt að setja annað mark á þá og jafnvel fá víti líka," sagði Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV, eftir leikinn gegn Grindavík í kvöld. 3. september 2009 20:32 Albert fékk líklega heilahristing Ljótt atvik varð undir lok leiks Grindavíkur og ÍBV í kvöld. Þá skullu Albert Sævarsson, markvörður ÍBV, og Gilles Ondo, framherji Grindavíkur, saman. 3. september 2009 20:28 Heimir Hallgríms: Erum að afsanna hrakspár Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var nokkuð sáttur með stigið í kvöld en sagðist hafa viljað fá meira en spiluðu hans menn flottan fótbolta í Grindavík í kvöld. 3. september 2009 20:42 Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Sjá meira
Eftir leik Fylkis og ÍBV fyrr í sumar skrifaði ofanritaður að lið ÍBV ætti nákvæmlega ekkert erindi í efstu deild. Ég skal með glöðu geði éta það ofan í mig núna. ÍBV sýndi í kvöld, og hefur sýnt í undanförnum leikjum, að þetta lið á fullt erindi í efstu deild. Það sem meira er þá getur ÍBV spilað úrvalsfótbolta. Ekki bara í vondu veðri heldur líka í góðu veðri eins og í kvöld. Eyjamenn réðu lögum og lofum lengstum í leiknum gegn Grindavík í kvöld. Spilaði vel út á velli en gekk oft illa að skapa sér opin færi. Boltinn gekk vel hjá liðinu í fáum snertingum, leikmenn hreyfanlegir og allir viljugir að taka þátt í spilinu. Dauðþreyttir Grindvíkingar gerðu lítið annað en að elta lengstum. Nsumba kom ÍBV yfir þegar hann fékk boltann í teignum, lék á Óskar markvörð og skoraði í tómt markið. Sanngjörn forysta. Það var svo algjörlega gegn gangi leiksins að Gilles Ondo jafnaði rétt fyrir hlé eftir klafs í teignum. Síðari hálfleikur var minna fyrir augað en samspil ÍBV var oft gott en færin vantaði. Eyjamenn vildu þó fá þrjú víti og höfðu talsvert til síns máls í að minnsta kosti tvö skipti af þessum þremur. Mörkin urðu þó ekki fleiri og jafnteflið felldi því Þrótt í 1. deild. ÍBV og Grindavík vantar enn tvö stig til þess að gulltryggja sæti sitt í deildinni en sætið er þó nokkuð tryggt enda þarf Fjölnir að vinna síðustu þrjá leiki sína. Ég er ekki að sjá það gerast en kannski þarf ég að éta þann spádóm ofan í mig eins og þann sleggjudóm sem ég felldi yfir ÍBV fyrr í sumar. Grindavík-ÍBV 1-1 0-1 Augustine Nsumba (13.) 1-1 Gilles Ondo (43.) Áhorfendur: 781Dómari: Erlendur Eiríksson 4.Skot (á mark): 9-20 (5-4)Varin skot: Óskar 2 – Albert 3Horn: 8-6Aukaspyrnur fengnar: 12-24Rangstöður: 5-4 Grindavík (4-4-2)Óskar Pétursson 5 Ray Anthony Jónsson 3 Orri Freyr Hjaltalín 6 Óli Stefán Flóventsson 5 Jósef Kristinn Jósefsson 4 Tor Erik Moen 4 (87., Páll Guðmundsson-) Þórarinn Kristjánsson 4 ( 67., Óli Baldur Bjarnason 6) Jóhann Helgason 5 Scott Ramsay 4 Sveinbjörn Jónasson 3 Gilles Ondo 5 ÍBV (4-4-2) Albert Sævarsson 7 Pétur Runólfsson 6 Andrew Mwesigwa 5 Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 Þórarinn Ingi Valdimarsson 5 Arnór Eyvar Ólafsson 7 (46., Bjarni Rúnar Einarsson 5) Yngvi Magnús Borgþórsson 5Tonny Mawejje 8 – Maður leiksinsAndri Ólafsson 7 Augustine Nsumba 7 (78., Ingi Rafn Ingibergsson -) Viðar Örn Kjartansson 6 (78., Gauti Þorvarðsson -) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Grindavík - ÍBV.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Óli Stefán: Gott fyrir gamlan mann að komast í frí „Það er vægt til orða tekið að segja að við höfum verið þreyttir í þessum leik. Það voru allir mjög þungir og leikur okkar þunglamalegir. Við vorum líka lengi í gang," sagði Óli Stefán Flóventsson Grindvíkingur eftir jafnteflið gegn ÍBV í kvöld. 3. september 2009 20:37 Andri Ólafs.: Svekkjandi að fá ekkert víti „Eins og við byrjuðum leikinn þá er ég svekktur að hafa ekki klárað leikinn. Þá hefðum við átt að setja annað mark á þá og jafnvel fá víti líka," sagði Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV, eftir leikinn gegn Grindavík í kvöld. 3. september 2009 20:32 Albert fékk líklega heilahristing Ljótt atvik varð undir lok leiks Grindavíkur og ÍBV í kvöld. Þá skullu Albert Sævarsson, markvörður ÍBV, og Gilles Ondo, framherji Grindavíkur, saman. 3. september 2009 20:28 Heimir Hallgríms: Erum að afsanna hrakspár Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var nokkuð sáttur með stigið í kvöld en sagðist hafa viljað fá meira en spiluðu hans menn flottan fótbolta í Grindavík í kvöld. 3. september 2009 20:42 Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Sjá meira
Óli Stefán: Gott fyrir gamlan mann að komast í frí „Það er vægt til orða tekið að segja að við höfum verið þreyttir í þessum leik. Það voru allir mjög þungir og leikur okkar þunglamalegir. Við vorum líka lengi í gang," sagði Óli Stefán Flóventsson Grindvíkingur eftir jafnteflið gegn ÍBV í kvöld. 3. september 2009 20:37
Andri Ólafs.: Svekkjandi að fá ekkert víti „Eins og við byrjuðum leikinn þá er ég svekktur að hafa ekki klárað leikinn. Þá hefðum við átt að setja annað mark á þá og jafnvel fá víti líka," sagði Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV, eftir leikinn gegn Grindavík í kvöld. 3. september 2009 20:32
Albert fékk líklega heilahristing Ljótt atvik varð undir lok leiks Grindavíkur og ÍBV í kvöld. Þá skullu Albert Sævarsson, markvörður ÍBV, og Gilles Ondo, framherji Grindavíkur, saman. 3. september 2009 20:28
Heimir Hallgríms: Erum að afsanna hrakspár Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var nokkuð sáttur með stigið í kvöld en sagðist hafa viljað fá meira en spiluðu hans menn flottan fótbolta í Grindavík í kvöld. 3. september 2009 20:42