Innlent

Mustang er 45 ára í dag

Líklegast verður að minnsta kosti einn Bullitt bíll til sýnis um helgina.
Líklegast verður að minnsta kosti einn Bullitt bíll til sýnis um helgina.
Í dag eru 45 ár síðan að glæsibifreiðin Ford Mustang leit fyrst dagsins ljós. Mustang klúbburinn á Íslandi ætlar að fagna þessum tímamótum í húsnæði Brimborgar að Bíldshöfða á morgun.

Á þriðja tug Ford Mustang bíla verða til sýnis og geta gestir fræðst um sögu þeirra og sérstöðu. Félagar Íslenska Mustang klúbbsins kynna bíla sína, en útgáfurnar eru orðnar fjölmargar á 45 árum.

Í fréttatilkynningu frá Mustang klúbbnum kemur fram að bílarnir sem verða á sýningunni spanni sögu Mustang frá upphafi nánast til dagsins í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×