Innlent

Innbrotsþjófar staðnir að verki

Tveir menn voru handteknir rétt fyrir klukkan fimm í morgun þar sem þeir voru að reyna að brjótast inn í tölvuverslun í borginni. Lögregla kom á staðinn og hafði hendur í hári þeirra áður en þeir komust í burtu og dvelja þeir nú í fangageymslum. Þeir verða yfirheyrðir síðar en mennirnir munu hafa komið áður við sögu í svipuðum málum. Þá var einn ökumaður stöðvaður af lögreglunni á Suðurnesjum grunaður um fíkniefnaakstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×