Fótbolti

Eiður Smári spilaði seinni hálfleikinn í 1-3 tapi Mónakó

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/AFP

Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður í hálfleik í 1-3 tapi Mónakó á útivelli fyrir Valenciennes í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Mónakó jafnaði leikinn fimm mínútum eftir að Eiður kom inn á völlinn en Valenciennes skoraði síðan tvö mörk á síðustu fimm mínútunum.

Eiður Smári kom inn á sem varamaður í hálfleik en hann kom þá inn fyrir annan varamann, Lukman Haruna, sem hafði komið inn á fyrir Mathieu Coutadeur á 35. mínútu. Eiður Smári spilaði framarlega á miðjunni í leiknum.

Varnarmaðurinn David Ducourtioux kom Valenciennes í 1-0 á 27. mínútu en Nene jafnaði á 50. mínútu. Það var síðan Mamadou Samassa kom Valenciennes í 2-1 á 85. mínútu og Fahid Ben Khalfallah innsiglaði síðan sigurinn í uppbótartíma.

Valenciennes er í 4. sæti deildarinnar eftir þennan sigur en Mónakó er komið niður í 10. sætið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×