Innlent

Stýrivextir áfram háir vegna AGS

Lilja Mósesdóttir
Lilja Mósesdóttir
Lilja Mósesdóttir þingmaður Vinstri grænna lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands um óbreytta stýrivexti. Seðlabankinn tilkynnti í morgun að stýrivextir væru óbreyttir og eru því enn 12%.

Lilja segir að þessa ákvörðun megi rekja til þrýstings frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum en hún segir að markmið sjóðsins sé að ná gengisstöðugleika en ekki koma í veg fyrir gjaldþrot fyrirtækja og þar af leiðandi áframhaldandi kreppu.

Lilja telur að þessi ákvörðun peningastefnunefndar eigi eftir að gera það að verkum að andstæðingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eigi eftir að fjölga hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×