Fótbolti

Markalaust í Íslendingaslagnum

Margrét Lára Viðarsdóttir var í byrjunarliði Linköping í dag.
Margrét Lára Viðarsdóttir var í byrjunarliði Linköping í dag. Mynd/Hörður

Linköping og Malmö gerðu í dag markalaust jafntefli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Margrét Lára Viðarsdóttir var í byrjunarliði Linköping og lék fyrstu 84 mínúturnar í leiknum. Dóra Stefánsdóttir lék allan leikinn í liði Malmö.

Umeå er á toppi deildairnnar með 24 stig en Linköping er í þrijða sætinu með 20, einu meira en Malmö sem er í fjórða sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×