Enski boltinn

Wenger neitaði að taka í hendina á Hughes

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Wenger er ekki alltaf hress.
Wenger er ekki alltaf hress.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var ekki í neinu jólaskapi eftir að hans menn höfðu tapað gegn Man. City í átta liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld.

Wenger neitaði að taka í hendina á Mark Hughes, stjóra Man. City, eftir leikinn og aðspurður um atvikið sagði Wenger.

„Mér er frjálst að taka í hendina á þeim sem ég vil," sagði Wenger en Hughes var eilítið hressari og sérstaklega með að mæta Man. Utd í undanúrslitum.

„Við erum enn að jafna okkur á tíðindum kvöldsins og það er ljóst að fólk í Manchester bíður spennt eftir leikjunum í undanúrslitunum. Við erum klárir í hvað sem er þannig að við biðjum þá bara um að mæta til leiks," sagði Hughes og bætti við að hann hefði aldrei haft áhyggjur af útkomu leiksins í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×