Erlent

Þjóðarráðið vann í Suður-Afríku

Óli Tynes skrifar
Ljóst er að Jacob Zuma verður næsti forsetei Suður-Afríku.
Ljóst er að Jacob Zuma verður næsti forsetei Suður-Afríku.

Afríska þjóðarráðið vinnur góðan sigur í þingkosningunum sem fram fóru í Suður-Afríku í gær. Búið er að telja áttatíu prósent atkvæða og hefur Þjóðarráðið fengið sextíu og fjögur prósent þeirra.

Jafnvel er búist við að það forskot aukist þegar tölur berast frá afskekktari héruðum. Enn er þó óljóst hvort ráðið fær tvo þriðju þingsæta eins og það hafði. Með slíkum meirihluta getur það breytt stjórnarskránni upp á sitt eindæmi.

Klofningsframboð hins nýja flokks The Congress of the People eða Þing þjóðarinnar náði ekki þeim árangri sem vonast hafði verið til og er aðeins með um átta prósent atkvæða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×