Innlent

Greiða sér arð í stað þess að hækka laun starfsmanna

Stjórn HB Granda leggur til að hluthöfum verði greiddur arður, sem myndi duga til að greiða öllu fiskvinnslufólki félagsins launahækkun, sem tekin var af því um mánaðamótin, í átta ár. Stjórnarmenn í HB Granda eru einnig stærstu eigendur fyrirtækisins, sem skilaði ríflega tveggja milljarða hagnaði í fyrra.

Þessi hækkun átti að koma ofan á mánaðalaun, sem geta orðið 154.500 krónur hjá sérhæfðum fiskvinnslustarfsamanni eftir sjö ára starf hjá sama atvinnurekanda. Launahækkunni var frestað til að koma til móts við atvinnurekendur í fjármálakreppunni. Hagnaður af starfssemi HB Granda var tæpir 2,3 milljarðar á síðasta ári og leggur stjórn félagsins til að hluthöfum verði greiddur út arður upp á 184 milljónir króna. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ánægjulegt að fyrirtækinu gangi vel. Hann er hins vegar ósáttur við að ekki skuli vera hægt að semja um launahækkanir starfsmanna á sama tíma og samið er um arðgreiðslur fyrir hluthafa.

Það eru um sex hundruð hluthafar í Granda, en örfáir aðilar eiga þar stærstan hlut, eða Vogun hf með 41 prósent, sem er aftur í eigu Árna Vilhjálmssonar stjórnarformanns HB Grands og Kristjáns Loftssonar stjórnarmanns í HB Granda. Annar stjórnarmaður er svo Ólafur Ólafsson en Kjalar hf, félag hans, á 33 prósent í HB Granda. Stjórnarmenn eru því að ákveða sjálfum sér arð.

Vilhjálmur Birgirsson segir að fyrir arðgreiðsluna mætti greiða öllu fiskvinnslufólki HB Granda launahækkunina sem það fékk ekki í þessum mánuði eins og til stóð næstu átta árin.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.