Íslenski boltinn

Óli Stefán: Ógeðslega fúll

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson var allt annað en ánægður eftir ósigurinn gegn Fram og sérstaklega í ljósi þess að hann var líklega að kveðja Grindavíkurvöll sem leikmaður.

"Það á ekki að vera erfitt að mótívera sig fyrir svona toppleiki við topp aðstæður. Mér fannst við spila ágætlega en er refsað hvað eftir annað. Við reynum að byggja þetta upp á flottu spili og það tókst ágætlega í dag en þetta er það sem hefur verið að í sumar. Við höfum verið að fá á okkur mörk sem eiga ekki að sjást í efstu deild. Við þurfum að stoppa í þetta fyrir komandi ár ef við ætlum að vera eitthvað meira en miðlungs úrvalsdeildarlið," sagði Óli Stefán

"Við töluðum um það fyrir tveimur leikjum að reyna að halda hreinu út mótið en fáum á okkur mörk í báðum síðustu leikjum. Við verðum að halda áfram að djöflast í því. Þetta er undirbúningur fyrir komandi ár og þessi klúbbur á að vera ofar í deildinni. Við erum að vinna grunn vinnu fyrir næsta tímabil og það gekk ekki dag."

"Ég er hundfúll. Það getur verið að þetta hafi verið minn síðasti leikur hérna og ég hefði viljað vinna. Ég er að skoða þjálfun í neðri deildum en það er ekkert ákveðið ennþá. Ef þetta hefur verið minn síðasti leikur hérna er ég ógeðslega fúll," sagði Óli Stefán.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×