Enski boltinn

Liverpool tekur á móti Wigan í kvöld

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gerrard og Torres verða að standa sig í kvöld.
Gerrard og Torres verða að standa sig í kvöld.

Fjórir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og eru þeir allir frekar áhugaverðir. Liverpool fær tækifæri til þess að lyfta sér upp úr áttunda sæti deildarinnar er liðið tekur á móti Wigan sem er í fjórtánda sæti.

Topplið Chelsea fær Hermann Hreiðarsson og félaga í Portsmouth í heimsókn. Lítið gengið í vetur hjá Hermanni og félögum sem eru í neðsta sæti deildarinnar.

Arsenal getur náð þriðja sætinu á ný leggi liðið Burnley sem situr í þrettánda sæti deildarinnar.

Að lokum tekur Tottenham á móti jafntefliskóngunum í Man. City.

Leikir kvöldsins:

Burnley-Arsenal

Chelsea-Portsmouth

Liverpool-Wigan

Tottenham-Man. City

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×