Umfjöllun: Vandræðalaust hjá U21 á Laugardalsvellinum Elvar Geir Magnússon skrifar 9. október 2009 20:46 Jóhann Berg skoraði þrennu í kvöld. U21 landslið Íslands þurfti ekki að hafa mikið fyrir því að leggja jafnaldra sína frá San Marínó í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Lokatölurnar urðu 8-0 en getumunurinn milli þessara liða er gríðarlegur eins og tölurnar gefa til kynna. Það voru Kópavogsmennirnir sem sáu um markaskorun en fjögur af mörkunum komu frá Breiðabliksmönnum og þrjú frá HK-ingum. Aðstæður á Laugardalsvellinum voru langt frá því að vera heillandi. Mikið rok var meðan á leik stóð og þá rigndi eins og enginn væri morgundagurinn. Ísland fékk sannkallaða óskabyrjun á fjórðu mínútu leiksins þegar Jóhann Berg Guðmundsson átti laglegan sprett, lék á hægri bakvörð gestana og smellti boltanum laglega í netið. Glæsilegt mark hjá Jóhanni. Íslenska liðið hafði öll völd á vellinum og bætti við tveimur mörkum með mínútu millibili tuttugu mínútum síðar. Fyrst var það Hólmar Örn Eyjólfsson með skalla eftir hornspyrnu Jóhanns Bergs og svo skoraði Rúrik Gíslason eftir sendingu frá Almarri Ormarssyni. Jóhann Berg skoraði fjórða mark Íslands rétt fyrir leikhlé og minnti það mjög á fyrsta mark leiksins. Flóðgáttirnar voru ekki eins opnar í seinni hálfleiknum en Rúrik Gíslason bætti við marki úr vítaspyrnu og Almarr Ormarsson skoraði sjötta markið eftir sendingu frá Kristni Steindórssyni. Jóhann Berg innsiglaði þrennu sína rétt fyrir leikslok. Það var svo Blikinn Kristinn sem skoraði áttunda markið gegn vandræðalega slöku liði San Marínó. Hann fylgdi þá eftir sláarskoti frá Andrési Má Jóhannssyni. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og geta gestirnir þakkað það markverðinum Fredrico Casadei sem varði oft á tíðum virkilega vel. Ísland - San Marínó 8-0 1-0 Jóhann Berg Guðmundsson (4.) 2-0 Hólmar Örn Eyjólfsson (24.) 3-0 Rúrik Gíslason (25.) 4-0 Jóhann Berg Guðmundsson (40.) 5-0 Rúrik Gíslason (víti 76.) 6-0 Almarr Ormarsson (80.) 7-0 Jóhann Berg Guðmundsson (87.) 8-0 Kristinn Steindórsson (90.) Lið Íslands: Haraldur Björnsson (m), Skúli Jón Friðgeirsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Jón Guðni Fjóluson, Hjörtur Logi Valgarðsson, Guðmundur Kristjánsson (Andrés Már Jóhannsson 46.), Bjarni Þór Viðarsson, Almarr Ormarsson (Jóhann Laxdal 80.), Rúrik Gíslason (f), Jóhann Berg Guðmundsson, Kolbeinn Sigþórsson (Kristinn Steindórsson 73.). Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Metár hjá David Beckham Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Fleiri fréttir Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Sjá meira
U21 landslið Íslands þurfti ekki að hafa mikið fyrir því að leggja jafnaldra sína frá San Marínó í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Lokatölurnar urðu 8-0 en getumunurinn milli þessara liða er gríðarlegur eins og tölurnar gefa til kynna. Það voru Kópavogsmennirnir sem sáu um markaskorun en fjögur af mörkunum komu frá Breiðabliksmönnum og þrjú frá HK-ingum. Aðstæður á Laugardalsvellinum voru langt frá því að vera heillandi. Mikið rok var meðan á leik stóð og þá rigndi eins og enginn væri morgundagurinn. Ísland fékk sannkallaða óskabyrjun á fjórðu mínútu leiksins þegar Jóhann Berg Guðmundsson átti laglegan sprett, lék á hægri bakvörð gestana og smellti boltanum laglega í netið. Glæsilegt mark hjá Jóhanni. Íslenska liðið hafði öll völd á vellinum og bætti við tveimur mörkum með mínútu millibili tuttugu mínútum síðar. Fyrst var það Hólmar Örn Eyjólfsson með skalla eftir hornspyrnu Jóhanns Bergs og svo skoraði Rúrik Gíslason eftir sendingu frá Almarri Ormarssyni. Jóhann Berg skoraði fjórða mark Íslands rétt fyrir leikhlé og minnti það mjög á fyrsta mark leiksins. Flóðgáttirnar voru ekki eins opnar í seinni hálfleiknum en Rúrik Gíslason bætti við marki úr vítaspyrnu og Almarr Ormarsson skoraði sjötta markið eftir sendingu frá Kristni Steindórssyni. Jóhann Berg innsiglaði þrennu sína rétt fyrir leikslok. Það var svo Blikinn Kristinn sem skoraði áttunda markið gegn vandræðalega slöku liði San Marínó. Hann fylgdi þá eftir sláarskoti frá Andrési Má Jóhannssyni. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og geta gestirnir þakkað það markverðinum Fredrico Casadei sem varði oft á tíðum virkilega vel. Ísland - San Marínó 8-0 1-0 Jóhann Berg Guðmundsson (4.) 2-0 Hólmar Örn Eyjólfsson (24.) 3-0 Rúrik Gíslason (25.) 4-0 Jóhann Berg Guðmundsson (40.) 5-0 Rúrik Gíslason (víti 76.) 6-0 Almarr Ormarsson (80.) 7-0 Jóhann Berg Guðmundsson (87.) 8-0 Kristinn Steindórsson (90.) Lið Íslands: Haraldur Björnsson (m), Skúli Jón Friðgeirsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Jón Guðni Fjóluson, Hjörtur Logi Valgarðsson, Guðmundur Kristjánsson (Andrés Már Jóhannsson 46.), Bjarni Þór Viðarsson, Almarr Ormarsson (Jóhann Laxdal 80.), Rúrik Gíslason (f), Jóhann Berg Guðmundsson, Kolbeinn Sigþórsson (Kristinn Steindórsson 73.).
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Metár hjá David Beckham Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Fleiri fréttir Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Sjá meira