Innlent

Þarf að eyða 18 tölvuskeytum

Hæstiréttur hefur gert Samkeppniseftirlitinu (SE) að eyða átján tölvuskeytum sem stofnunin lagði hald á við húsleit í höfuðstöðvum fyrirtækisins Valitor í sumar. Héraðsdómur hafði áður hafnað kröfunni.

Forsvarsmenn Valitor fullyrtu að skeytin tengdust ekki málinu sem væri í rannsókn og því bæri að eyða þeim. Þessu mótmælti SE. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að SE hafi haft gögnin undir höndum í ríflega fimm mánuði án þess að taka rökstudda afstöðu til þess hvort þau séu nauðsynleg rannsókninni. Því sé krafa Valitor tekin til greina. - sh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×