Fótbolti

Vaduz tapaði

Guðmundur Steinarsson
Guðmundur Steinarsson

Íslendingalið FC Vaduz tapaði í dag 3-1 fyrir Xamax FC í svissnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Guðmundur Steinarsson og Stefán Þór Þórðarson voru í byrjunarliði Vaduz í dag, Stefán spilaði allan leikinn en Guðmundi var skipt af velli á 69. mínútu.

Gunnleifur Gunnleifsson sat allan tímann á varamannabekk Veduz. Staðan var 1-1 í hálfleik.

Vaduz er sem fyrr í 9. og næstneðsta sæti deildarinnar með 18 stig en Xamax lyfti sér úr 8. sætinu í það 6. með sigrinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×