Umfjöllun: Roksigur Grindavíkur gegn Val Smári Jökull Jónsson skrifar 6. ágúst 2009 18:15 Gilles Daniel Mbang Ondo skoraði þriðja mark Grindavíkur í kvöld. Mynd/Vilhelm Grindvíkingar unnu nokkuð sanngjarnan sigur á Valsmönnum í rokleik í Grindavík í kvöld. Þeir eru því komnir úr fallsæti Pepsi-deildarinnar og sitja með 15 stig í 9.sæti. Valsmenn hafa hinsvegar ekki unnið sigur síðan 11.júlí og sitja í 6.sæti deildarinnar. Grindvíkingar sóttu undan sterkum vindi í fyrri hálfleiknum. Þeir hófu leikinn betur og strax á 5.mínútu kom Bogi Rafn Einarsson þeim yfir með marki eftir hornspyrnu Scott Ramsay. Kjartan Sturluson markvörður Vals virtist hálf villtur í markteignum og Bogi var illa dekkaður af varnarmönnum Vals. Valsmenn settu meiri kraft í leik sinn eftir markið og náðu oft ágætum samspilsköflum. Það voru hinsvegar Grindvíkingar sem bættu við öðru marki á 17.mínútu. Scott Ramsay átti þá sendingu frá hægri, beint á kollinn á Páli Guðmudssyni sem var einmana á vítateigslínunni og skallaði boltann í boga yfir Kjartan í markinu. Kjartan stóð heldur framarlega en vindurinn hjálpaði Páli líklega aðeins. Valsmenn virtust slegnir eftir markið og Grindvíkingar þjörmuðu vel að þeim. Ramsay var þeirra hættulegastur og vörn Vals var engan vegin að finna sig í hálfleiknum. Arnar Gunnlaugsson kom knettinum í mark Grindavíkur fyrir leikhlé, en skot hans fyrir utan vítateig hafði hins vegar viðkomu í Helga Sigurðssyni sem var rangstæður og markið því dæmt af. Valsmenn hófu síðari hálfleikinn af miklum krafti. Þeir fengu nokkur góð tækifæri til að minnka muninn strax í upphafi, þá sérstaklega Arnar Gunnlaugsson sem hefði getað gert betur í sínum færum. En það var á 61.mínútu sem Valsarar brutu ísinn. Þá skoraði Atli Sveinn Þórarinsson með skalla eftir hornspyrnu. Eftir þetta urðu eflaust margir Grindvíkingar smeykir því flestir bjuggust við áframhaldandi stórsókn Vals. Það varð þó ekki raunin því sóknarleikur Vals var gjörsamlega bitlaus eftir að þeir skoruðu og Grindvíkingar náðu tökum á leiknum. Gilles Ondo gerði loks út um leikinn á 81.mínútu og tryggði Grindvíkingum um leið nokkuð sanngjarnan sigur sem kemur þeim úr fallsæti Pepsi-deildarinnar. Valsmenn sitja hins vegar í 6.sætinu og hafa eins og áður segir ekki unnið sigur í Pepsi-deildinni síðan 11.júlí, sem hlýtur að valda Hlíðarendapiltum áhyggjum.Grindavík - Valur 3-1 1-0 Bogi Rafn Einarsson (5.mín) 2-0 Páll Guðmundsson (17.mín) 2-1 Atli Sveinn Þórarinsson (61.mín) 3-1 Gilles Mbang Ondo (81.mín) Grindavíkurvöllur. Áhorfendur: 514 Dómari: Jóhannes Valgeirsson (7) Skot (á mark): 12-10 (8-5) Varin skot: Óskar 2 - Kjartan 7 Horn: 8 - 10 Aukaspyrnur fengnar: 8 - 13 Rangstöður: 0 – 2 Grindavík (4-5-1)Óskar Pétursson 7 Ray Anthony Jónsson 6 Zoran Stamenic 5 Óli Stefán Flóventsson 7 Bogi Rafn Einarsson 7 (89 Emil Daði Símonarson -)Scott Ramsay 8 - Maður leiksins Eysteinn Húni Hauksson 5 (57 Tor Erik Moen 6) Páll Guðmundsson 6 (72 Þórarinn Brynjar Kristjánsson -) Jóhann Helgason 5 Jósef Kristinn Jósefsson Gilles Mbang Ondo 8 Valur (4-4-2) Kjartan Sturluson 6 Steinþór Gíslason 4 (58 Ian Jeffs 6) Reynir Leósson 4 Atli Sveinn Þórarinsson 7 Bjarni Ólafur Eiríksson 5 Matthías Guðmundsson 5 Sigurbjörn Hreiðarsson 5 Baldur Aðalsteinsson 6 Arnar Gunnlaugsson 6 Helgi Sigurðsson 4 Pétur Georg Markan 4 (72 Guðmundur Steinn Hafsteinsson -) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Grindavíkur - Valur Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira
Grindvíkingar unnu nokkuð sanngjarnan sigur á Valsmönnum í rokleik í Grindavík í kvöld. Þeir eru því komnir úr fallsæti Pepsi-deildarinnar og sitja með 15 stig í 9.sæti. Valsmenn hafa hinsvegar ekki unnið sigur síðan 11.júlí og sitja í 6.sæti deildarinnar. Grindvíkingar sóttu undan sterkum vindi í fyrri hálfleiknum. Þeir hófu leikinn betur og strax á 5.mínútu kom Bogi Rafn Einarsson þeim yfir með marki eftir hornspyrnu Scott Ramsay. Kjartan Sturluson markvörður Vals virtist hálf villtur í markteignum og Bogi var illa dekkaður af varnarmönnum Vals. Valsmenn settu meiri kraft í leik sinn eftir markið og náðu oft ágætum samspilsköflum. Það voru hinsvegar Grindvíkingar sem bættu við öðru marki á 17.mínútu. Scott Ramsay átti þá sendingu frá hægri, beint á kollinn á Páli Guðmudssyni sem var einmana á vítateigslínunni og skallaði boltann í boga yfir Kjartan í markinu. Kjartan stóð heldur framarlega en vindurinn hjálpaði Páli líklega aðeins. Valsmenn virtust slegnir eftir markið og Grindvíkingar þjörmuðu vel að þeim. Ramsay var þeirra hættulegastur og vörn Vals var engan vegin að finna sig í hálfleiknum. Arnar Gunnlaugsson kom knettinum í mark Grindavíkur fyrir leikhlé, en skot hans fyrir utan vítateig hafði hins vegar viðkomu í Helga Sigurðssyni sem var rangstæður og markið því dæmt af. Valsmenn hófu síðari hálfleikinn af miklum krafti. Þeir fengu nokkur góð tækifæri til að minnka muninn strax í upphafi, þá sérstaklega Arnar Gunnlaugsson sem hefði getað gert betur í sínum færum. En það var á 61.mínútu sem Valsarar brutu ísinn. Þá skoraði Atli Sveinn Þórarinsson með skalla eftir hornspyrnu. Eftir þetta urðu eflaust margir Grindvíkingar smeykir því flestir bjuggust við áframhaldandi stórsókn Vals. Það varð þó ekki raunin því sóknarleikur Vals var gjörsamlega bitlaus eftir að þeir skoruðu og Grindvíkingar náðu tökum á leiknum. Gilles Ondo gerði loks út um leikinn á 81.mínútu og tryggði Grindvíkingum um leið nokkuð sanngjarnan sigur sem kemur þeim úr fallsæti Pepsi-deildarinnar. Valsmenn sitja hins vegar í 6.sætinu og hafa eins og áður segir ekki unnið sigur í Pepsi-deildinni síðan 11.júlí, sem hlýtur að valda Hlíðarendapiltum áhyggjum.Grindavík - Valur 3-1 1-0 Bogi Rafn Einarsson (5.mín) 2-0 Páll Guðmundsson (17.mín) 2-1 Atli Sveinn Þórarinsson (61.mín) 3-1 Gilles Mbang Ondo (81.mín) Grindavíkurvöllur. Áhorfendur: 514 Dómari: Jóhannes Valgeirsson (7) Skot (á mark): 12-10 (8-5) Varin skot: Óskar 2 - Kjartan 7 Horn: 8 - 10 Aukaspyrnur fengnar: 8 - 13 Rangstöður: 0 – 2 Grindavík (4-5-1)Óskar Pétursson 7 Ray Anthony Jónsson 6 Zoran Stamenic 5 Óli Stefán Flóventsson 7 Bogi Rafn Einarsson 7 (89 Emil Daði Símonarson -)Scott Ramsay 8 - Maður leiksins Eysteinn Húni Hauksson 5 (57 Tor Erik Moen 6) Páll Guðmundsson 6 (72 Þórarinn Brynjar Kristjánsson -) Jóhann Helgason 5 Jósef Kristinn Jósefsson Gilles Mbang Ondo 8 Valur (4-4-2) Kjartan Sturluson 6 Steinþór Gíslason 4 (58 Ian Jeffs 6) Reynir Leósson 4 Atli Sveinn Þórarinsson 7 Bjarni Ólafur Eiríksson 5 Matthías Guðmundsson 5 Sigurbjörn Hreiðarsson 5 Baldur Aðalsteinsson 6 Arnar Gunnlaugsson 6 Helgi Sigurðsson 4 Pétur Georg Markan 4 (72 Guðmundur Steinn Hafsteinsson -) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Grindavíkur - Valur Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira