Umfjöllun: Roksigur Grindavíkur gegn Val Smári Jökull Jónsson skrifar 6. ágúst 2009 18:15 Gilles Daniel Mbang Ondo skoraði þriðja mark Grindavíkur í kvöld. Mynd/Vilhelm Grindvíkingar unnu nokkuð sanngjarnan sigur á Valsmönnum í rokleik í Grindavík í kvöld. Þeir eru því komnir úr fallsæti Pepsi-deildarinnar og sitja með 15 stig í 9.sæti. Valsmenn hafa hinsvegar ekki unnið sigur síðan 11.júlí og sitja í 6.sæti deildarinnar. Grindvíkingar sóttu undan sterkum vindi í fyrri hálfleiknum. Þeir hófu leikinn betur og strax á 5.mínútu kom Bogi Rafn Einarsson þeim yfir með marki eftir hornspyrnu Scott Ramsay. Kjartan Sturluson markvörður Vals virtist hálf villtur í markteignum og Bogi var illa dekkaður af varnarmönnum Vals. Valsmenn settu meiri kraft í leik sinn eftir markið og náðu oft ágætum samspilsköflum. Það voru hinsvegar Grindvíkingar sem bættu við öðru marki á 17.mínútu. Scott Ramsay átti þá sendingu frá hægri, beint á kollinn á Páli Guðmudssyni sem var einmana á vítateigslínunni og skallaði boltann í boga yfir Kjartan í markinu. Kjartan stóð heldur framarlega en vindurinn hjálpaði Páli líklega aðeins. Valsmenn virtust slegnir eftir markið og Grindvíkingar þjörmuðu vel að þeim. Ramsay var þeirra hættulegastur og vörn Vals var engan vegin að finna sig í hálfleiknum. Arnar Gunnlaugsson kom knettinum í mark Grindavíkur fyrir leikhlé, en skot hans fyrir utan vítateig hafði hins vegar viðkomu í Helga Sigurðssyni sem var rangstæður og markið því dæmt af. Valsmenn hófu síðari hálfleikinn af miklum krafti. Þeir fengu nokkur góð tækifæri til að minnka muninn strax í upphafi, þá sérstaklega Arnar Gunnlaugsson sem hefði getað gert betur í sínum færum. En það var á 61.mínútu sem Valsarar brutu ísinn. Þá skoraði Atli Sveinn Þórarinsson með skalla eftir hornspyrnu. Eftir þetta urðu eflaust margir Grindvíkingar smeykir því flestir bjuggust við áframhaldandi stórsókn Vals. Það varð þó ekki raunin því sóknarleikur Vals var gjörsamlega bitlaus eftir að þeir skoruðu og Grindvíkingar náðu tökum á leiknum. Gilles Ondo gerði loks út um leikinn á 81.mínútu og tryggði Grindvíkingum um leið nokkuð sanngjarnan sigur sem kemur þeim úr fallsæti Pepsi-deildarinnar. Valsmenn sitja hins vegar í 6.sætinu og hafa eins og áður segir ekki unnið sigur í Pepsi-deildinni síðan 11.júlí, sem hlýtur að valda Hlíðarendapiltum áhyggjum.Grindavík - Valur 3-1 1-0 Bogi Rafn Einarsson (5.mín) 2-0 Páll Guðmundsson (17.mín) 2-1 Atli Sveinn Þórarinsson (61.mín) 3-1 Gilles Mbang Ondo (81.mín) Grindavíkurvöllur. Áhorfendur: 514 Dómari: Jóhannes Valgeirsson (7) Skot (á mark): 12-10 (8-5) Varin skot: Óskar 2 - Kjartan 7 Horn: 8 - 10 Aukaspyrnur fengnar: 8 - 13 Rangstöður: 0 – 2 Grindavík (4-5-1)Óskar Pétursson 7 Ray Anthony Jónsson 6 Zoran Stamenic 5 Óli Stefán Flóventsson 7 Bogi Rafn Einarsson 7 (89 Emil Daði Símonarson -)Scott Ramsay 8 - Maður leiksins Eysteinn Húni Hauksson 5 (57 Tor Erik Moen 6) Páll Guðmundsson 6 (72 Þórarinn Brynjar Kristjánsson -) Jóhann Helgason 5 Jósef Kristinn Jósefsson Gilles Mbang Ondo 8 Valur (4-4-2) Kjartan Sturluson 6 Steinþór Gíslason 4 (58 Ian Jeffs 6) Reynir Leósson 4 Atli Sveinn Þórarinsson 7 Bjarni Ólafur Eiríksson 5 Matthías Guðmundsson 5 Sigurbjörn Hreiðarsson 5 Baldur Aðalsteinsson 6 Arnar Gunnlaugsson 6 Helgi Sigurðsson 4 Pétur Georg Markan 4 (72 Guðmundur Steinn Hafsteinsson -) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Grindavíkur - Valur Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira
Grindvíkingar unnu nokkuð sanngjarnan sigur á Valsmönnum í rokleik í Grindavík í kvöld. Þeir eru því komnir úr fallsæti Pepsi-deildarinnar og sitja með 15 stig í 9.sæti. Valsmenn hafa hinsvegar ekki unnið sigur síðan 11.júlí og sitja í 6.sæti deildarinnar. Grindvíkingar sóttu undan sterkum vindi í fyrri hálfleiknum. Þeir hófu leikinn betur og strax á 5.mínútu kom Bogi Rafn Einarsson þeim yfir með marki eftir hornspyrnu Scott Ramsay. Kjartan Sturluson markvörður Vals virtist hálf villtur í markteignum og Bogi var illa dekkaður af varnarmönnum Vals. Valsmenn settu meiri kraft í leik sinn eftir markið og náðu oft ágætum samspilsköflum. Það voru hinsvegar Grindvíkingar sem bættu við öðru marki á 17.mínútu. Scott Ramsay átti þá sendingu frá hægri, beint á kollinn á Páli Guðmudssyni sem var einmana á vítateigslínunni og skallaði boltann í boga yfir Kjartan í markinu. Kjartan stóð heldur framarlega en vindurinn hjálpaði Páli líklega aðeins. Valsmenn virtust slegnir eftir markið og Grindvíkingar þjörmuðu vel að þeim. Ramsay var þeirra hættulegastur og vörn Vals var engan vegin að finna sig í hálfleiknum. Arnar Gunnlaugsson kom knettinum í mark Grindavíkur fyrir leikhlé, en skot hans fyrir utan vítateig hafði hins vegar viðkomu í Helga Sigurðssyni sem var rangstæður og markið því dæmt af. Valsmenn hófu síðari hálfleikinn af miklum krafti. Þeir fengu nokkur góð tækifæri til að minnka muninn strax í upphafi, þá sérstaklega Arnar Gunnlaugsson sem hefði getað gert betur í sínum færum. En það var á 61.mínútu sem Valsarar brutu ísinn. Þá skoraði Atli Sveinn Þórarinsson með skalla eftir hornspyrnu. Eftir þetta urðu eflaust margir Grindvíkingar smeykir því flestir bjuggust við áframhaldandi stórsókn Vals. Það varð þó ekki raunin því sóknarleikur Vals var gjörsamlega bitlaus eftir að þeir skoruðu og Grindvíkingar náðu tökum á leiknum. Gilles Ondo gerði loks út um leikinn á 81.mínútu og tryggði Grindvíkingum um leið nokkuð sanngjarnan sigur sem kemur þeim úr fallsæti Pepsi-deildarinnar. Valsmenn sitja hins vegar í 6.sætinu og hafa eins og áður segir ekki unnið sigur í Pepsi-deildinni síðan 11.júlí, sem hlýtur að valda Hlíðarendapiltum áhyggjum.Grindavík - Valur 3-1 1-0 Bogi Rafn Einarsson (5.mín) 2-0 Páll Guðmundsson (17.mín) 2-1 Atli Sveinn Þórarinsson (61.mín) 3-1 Gilles Mbang Ondo (81.mín) Grindavíkurvöllur. Áhorfendur: 514 Dómari: Jóhannes Valgeirsson (7) Skot (á mark): 12-10 (8-5) Varin skot: Óskar 2 - Kjartan 7 Horn: 8 - 10 Aukaspyrnur fengnar: 8 - 13 Rangstöður: 0 – 2 Grindavík (4-5-1)Óskar Pétursson 7 Ray Anthony Jónsson 6 Zoran Stamenic 5 Óli Stefán Flóventsson 7 Bogi Rafn Einarsson 7 (89 Emil Daði Símonarson -)Scott Ramsay 8 - Maður leiksins Eysteinn Húni Hauksson 5 (57 Tor Erik Moen 6) Páll Guðmundsson 6 (72 Þórarinn Brynjar Kristjánsson -) Jóhann Helgason 5 Jósef Kristinn Jósefsson Gilles Mbang Ondo 8 Valur (4-4-2) Kjartan Sturluson 6 Steinþór Gíslason 4 (58 Ian Jeffs 6) Reynir Leósson 4 Atli Sveinn Þórarinsson 7 Bjarni Ólafur Eiríksson 5 Matthías Guðmundsson 5 Sigurbjörn Hreiðarsson 5 Baldur Aðalsteinsson 6 Arnar Gunnlaugsson 6 Helgi Sigurðsson 4 Pétur Georg Markan 4 (72 Guðmundur Steinn Hafsteinsson -) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Grindavíkur - Valur Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira