Innlent

Enn rætt við kröfuhafana

Magnús Jónsson Eigið fé Atorku hefur verið neikvætt um nokkurra mánaða skeið og vilja kröfuhafar taka félagið yfir.  Fréttabalðið/Hörður
Magnús Jónsson Eigið fé Atorku hefur verið neikvætt um nokkurra mánaða skeið og vilja kröfuhafar taka félagið yfir. Fréttabalðið/Hörður

Magnús Jónsson, forstjóri Atorku Group, lét af störfum í gær í tengslum við fjárhagslega endur­skipulagningu félagsins. Atorka fékk greiðslustöðvun til þriggja mánaða í júní og sótti í gær eftir framlengingu til októberloka.

Meðal helstu eigna Atorku Group eru Promens, áður Sæplast á Dalvík, og 41 prósents hlutur í Geysi Green Energy, sem á stóran hlut í HS Orku.

Arnar Már Jóhannesson, forstöðumaður fjármálasviðs Atorku Group, segir viðræður standa yfir við kröfuhafa félagsins, sem einkum eru íslenskir viðskiptabankar og lífeyrissjóðir. Þeir hafa krafist þess að taka félagið yfir.

Ekki stendur til að selja eignir, að sögn Arnars Más. - jab








Fleiri fréttir

Sjá meira


×