Enski boltinn

Íslendingaslagur í bikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson í leik með Coventry.
Aron Einar Gunnarsson í leik með Coventry. Nordic Photos / Getty Images
Það verður Íslendingaslagur í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar er Portsmouth tekur á móti Coventry á heimavelli.

Hermann Hreiðarsson leikur með Portsmouth í úrvalsdeildinni en Aron Einar Gunnarsson með Coventry í ensku B-deildinni.

Bikarmeistarar Chelsea hefja titilvörn sína gegn Watford á heimavelli en liðin í efstu tveimur deildunum á Englandi koma ekki við sögu í bikarkeppninni fyrr en í þriðju umferð.

Meðal annarra leikja má nefna að Arsenal mætir West Ham á útivelli og sigurvegarinn í leik Kettering og Leeds mæta Manchester United á Old Trafford.

Þá mætir Aston Villa liði Blackburn og Wigan tekur á móti Hull.

3. umferð ensku bikarkeppninnar:

Tottenham - Peterborough United

Brentford - Doncaster Rovers

Middlesbrough - Manchester City

Stoke City - York City

Notts County - Forest Green Rovers

Huddersfield Town - West Bromwich Albion

Sheffield United - QPR

MK Dons - Burnley

Chelsea - Watford

Nottingham Forest - Birmingham City

Preston North End - Colchester United

West Ham United - Arsenal

Aston Villa - Blackburn Rovers

Portsmouth - Coventry City

Sunderland - Oxford United eða Barrow

Wigan Athletic - Hull City

Everton - Carlisle United

Sheffield Wednesday - Crystal Palace

Tranmere Rovers eða Aldershot Town - Wolves

Blackpool - Ipswich Town

Fulham - Swindon Town

Stockport County eða Torquay - Brighton

Scunthorpe United - Barnsley

Southampton - Rotherham United eða Luton Town

Bristol City - Cardiff City

Reading - Liverpool

Staines Town eða Millwall - Derby County

Plymouth Argyle - Newcastle United

Leicester City - Swansea City

Bolton Wanderers - Lincoln City

Accrington Stanley eða Barnet - Gillingham

Manchester United - Kettering Town eða Leeds United




Fleiri fréttir

Sjá meira


×