82 lömpum stolið á viku: „Við erum orðnir langþreyttir á þessu“ Valur Grettisson skrifar 14. september 2009 11:22 Illa fenginn gróðurhúsalampi í kannabisverksmiðju. Óprúttnir þjófar hafa stolið 82 gróðurhúslömpum úr gróðrastöðinni Espiflöt í Reykholti í Bláskógabyggð. Eigandi hennar er Sveinn A. Sæland en hann segir innbrotið í nótt, þar sem 50 gróðurhúsalömpum var stolið, sé annað innbrotið í vikunni. Áður tóku þjófarnir ófrjálsri hendi 32 gróðurhúsalampa. Beint tap nemur á þriðju milljón króna. „Við erum orðnir langþreyttir á þessu," segir Sveinn á sama tíma og hann setur upp öflugt öryggiskerfi til þess að sporna við þjófunum. Stuldur á gróðurhúsalömpum hefur aukist gríðarlega og má líkja við farald. Samband garðyrkjubænda eru komnir með nóg og hyggjast halda fund með hagsmunaaðilum um málið. „Við virðumst vera komnir í hringiðu ómenningarinnar," segir Sveinn en innbrotin færðust í aukanna fyrir um ári. Sveinn segir að áður hafi innbrotin verið mikið í og í kringum Hveragerði en þjófarnir fóru sjaldnast í uppsveitir Árnessýslu. En nú eru breyttir tímar. Óprúttnir þjófar eru farnir að stela gríðarlegu magni af lömpum og er talið að þeir séu nær eingöngu notaði til þess að rækta kannabis. Engin virðist vera óhultur. „Þessi glæpur er þess eðlis að hann leiðir af sér annan og alvarlegri glæp," segir Sveinn og vill að lögreglan taki á þjófnaðinum með það í huga. Kannabisræktun hefur stóraukist á Íslandi og á tímabili leið varla vika á milli fregna af nýjum kannabisverksmiðjum sem lögreglan var búin að uppræta. Að sögn Sveins kostar hver lampi 32 þúsund krónur. Því er auðvelt að reikna út skaða gróðrastöðvarinnar. Sveinn segir tryggingarnar bæta tapið að hluta en sjálfir þurfa bændur alltaf að bera einhvern skaða sjálfir. Sveinn er langt því frá eini ræktandinn sem hefur orðið fyrir barðinu á óprúttnum þjófum því Samband garðyrkjubænda eru komnir með nóg. Þeir hafa kallað til fundar með öllum helstu hagsmunaaðilum, „nema reyndar þjófunum sjálfum," bætir Sveinn við. Þeir ætla að kanna hvað sé hægt að gera enda garðyrkjubændur orðnir langþreyttir á kannabisræktendum. Fundur garðyrkjusambandsins verður haldinn á næstu dögum og þar verður rætt hvað sé hægt að gera til þess að sporna gegn þessari nýstárlegu plágu. Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um grunsamlegar mannaferðir í og við Laugarás á umræddu tímabili eða búa yfir upplýsingum er leitt geta til að upplýsa málið að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010. Tengdar fréttir Stálu fimmtíu gróðurhúsalömpum Fimmtíu gróðurhúsalömpum var í nótt, mánudag, stolið úr gróðrastöðinni Espiflöt í Laugarási. 14. september 2009 10:09 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
Óprúttnir þjófar hafa stolið 82 gróðurhúslömpum úr gróðrastöðinni Espiflöt í Reykholti í Bláskógabyggð. Eigandi hennar er Sveinn A. Sæland en hann segir innbrotið í nótt, þar sem 50 gróðurhúsalömpum var stolið, sé annað innbrotið í vikunni. Áður tóku þjófarnir ófrjálsri hendi 32 gróðurhúsalampa. Beint tap nemur á þriðju milljón króna. „Við erum orðnir langþreyttir á þessu," segir Sveinn á sama tíma og hann setur upp öflugt öryggiskerfi til þess að sporna við þjófunum. Stuldur á gróðurhúsalömpum hefur aukist gríðarlega og má líkja við farald. Samband garðyrkjubænda eru komnir með nóg og hyggjast halda fund með hagsmunaaðilum um málið. „Við virðumst vera komnir í hringiðu ómenningarinnar," segir Sveinn en innbrotin færðust í aukanna fyrir um ári. Sveinn segir að áður hafi innbrotin verið mikið í og í kringum Hveragerði en þjófarnir fóru sjaldnast í uppsveitir Árnessýslu. En nú eru breyttir tímar. Óprúttnir þjófar eru farnir að stela gríðarlegu magni af lömpum og er talið að þeir séu nær eingöngu notaði til þess að rækta kannabis. Engin virðist vera óhultur. „Þessi glæpur er þess eðlis að hann leiðir af sér annan og alvarlegri glæp," segir Sveinn og vill að lögreglan taki á þjófnaðinum með það í huga. Kannabisræktun hefur stóraukist á Íslandi og á tímabili leið varla vika á milli fregna af nýjum kannabisverksmiðjum sem lögreglan var búin að uppræta. Að sögn Sveins kostar hver lampi 32 þúsund krónur. Því er auðvelt að reikna út skaða gróðrastöðvarinnar. Sveinn segir tryggingarnar bæta tapið að hluta en sjálfir þurfa bændur alltaf að bera einhvern skaða sjálfir. Sveinn er langt því frá eini ræktandinn sem hefur orðið fyrir barðinu á óprúttnum þjófum því Samband garðyrkjubænda eru komnir með nóg. Þeir hafa kallað til fundar með öllum helstu hagsmunaaðilum, „nema reyndar þjófunum sjálfum," bætir Sveinn við. Þeir ætla að kanna hvað sé hægt að gera enda garðyrkjubændur orðnir langþreyttir á kannabisræktendum. Fundur garðyrkjusambandsins verður haldinn á næstu dögum og þar verður rætt hvað sé hægt að gera til þess að sporna gegn þessari nýstárlegu plágu. Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um grunsamlegar mannaferðir í og við Laugarás á umræddu tímabili eða búa yfir upplýsingum er leitt geta til að upplýsa málið að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010.
Tengdar fréttir Stálu fimmtíu gróðurhúsalömpum Fimmtíu gróðurhúsalömpum var í nótt, mánudag, stolið úr gróðrastöðinni Espiflöt í Laugarási. 14. september 2009 10:09 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
Stálu fimmtíu gróðurhúsalömpum Fimmtíu gróðurhúsalömpum var í nótt, mánudag, stolið úr gróðrastöðinni Espiflöt í Laugarási. 14. september 2009 10:09