82 lömpum stolið á viku: „Við erum orðnir langþreyttir á þessu“ Valur Grettisson skrifar 14. september 2009 11:22 Illa fenginn gróðurhúsalampi í kannabisverksmiðju. Óprúttnir þjófar hafa stolið 82 gróðurhúslömpum úr gróðrastöðinni Espiflöt í Reykholti í Bláskógabyggð. Eigandi hennar er Sveinn A. Sæland en hann segir innbrotið í nótt, þar sem 50 gróðurhúsalömpum var stolið, sé annað innbrotið í vikunni. Áður tóku þjófarnir ófrjálsri hendi 32 gróðurhúsalampa. Beint tap nemur á þriðju milljón króna. „Við erum orðnir langþreyttir á þessu," segir Sveinn á sama tíma og hann setur upp öflugt öryggiskerfi til þess að sporna við þjófunum. Stuldur á gróðurhúsalömpum hefur aukist gríðarlega og má líkja við farald. Samband garðyrkjubænda eru komnir með nóg og hyggjast halda fund með hagsmunaaðilum um málið. „Við virðumst vera komnir í hringiðu ómenningarinnar," segir Sveinn en innbrotin færðust í aukanna fyrir um ári. Sveinn segir að áður hafi innbrotin verið mikið í og í kringum Hveragerði en þjófarnir fóru sjaldnast í uppsveitir Árnessýslu. En nú eru breyttir tímar. Óprúttnir þjófar eru farnir að stela gríðarlegu magni af lömpum og er talið að þeir séu nær eingöngu notaði til þess að rækta kannabis. Engin virðist vera óhultur. „Þessi glæpur er þess eðlis að hann leiðir af sér annan og alvarlegri glæp," segir Sveinn og vill að lögreglan taki á þjófnaðinum með það í huga. Kannabisræktun hefur stóraukist á Íslandi og á tímabili leið varla vika á milli fregna af nýjum kannabisverksmiðjum sem lögreglan var búin að uppræta. Að sögn Sveins kostar hver lampi 32 þúsund krónur. Því er auðvelt að reikna út skaða gróðrastöðvarinnar. Sveinn segir tryggingarnar bæta tapið að hluta en sjálfir þurfa bændur alltaf að bera einhvern skaða sjálfir. Sveinn er langt því frá eini ræktandinn sem hefur orðið fyrir barðinu á óprúttnum þjófum því Samband garðyrkjubænda eru komnir með nóg. Þeir hafa kallað til fundar með öllum helstu hagsmunaaðilum, „nema reyndar þjófunum sjálfum," bætir Sveinn við. Þeir ætla að kanna hvað sé hægt að gera enda garðyrkjubændur orðnir langþreyttir á kannabisræktendum. Fundur garðyrkjusambandsins verður haldinn á næstu dögum og þar verður rætt hvað sé hægt að gera til þess að sporna gegn þessari nýstárlegu plágu. Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um grunsamlegar mannaferðir í og við Laugarás á umræddu tímabili eða búa yfir upplýsingum er leitt geta til að upplýsa málið að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010. Tengdar fréttir Stálu fimmtíu gróðurhúsalömpum Fimmtíu gróðurhúsalömpum var í nótt, mánudag, stolið úr gróðrastöðinni Espiflöt í Laugarási. 14. september 2009 10:09 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Óprúttnir þjófar hafa stolið 82 gróðurhúslömpum úr gróðrastöðinni Espiflöt í Reykholti í Bláskógabyggð. Eigandi hennar er Sveinn A. Sæland en hann segir innbrotið í nótt, þar sem 50 gróðurhúsalömpum var stolið, sé annað innbrotið í vikunni. Áður tóku þjófarnir ófrjálsri hendi 32 gróðurhúsalampa. Beint tap nemur á þriðju milljón króna. „Við erum orðnir langþreyttir á þessu," segir Sveinn á sama tíma og hann setur upp öflugt öryggiskerfi til þess að sporna við þjófunum. Stuldur á gróðurhúsalömpum hefur aukist gríðarlega og má líkja við farald. Samband garðyrkjubænda eru komnir með nóg og hyggjast halda fund með hagsmunaaðilum um málið. „Við virðumst vera komnir í hringiðu ómenningarinnar," segir Sveinn en innbrotin færðust í aukanna fyrir um ári. Sveinn segir að áður hafi innbrotin verið mikið í og í kringum Hveragerði en þjófarnir fóru sjaldnast í uppsveitir Árnessýslu. En nú eru breyttir tímar. Óprúttnir þjófar eru farnir að stela gríðarlegu magni af lömpum og er talið að þeir séu nær eingöngu notaði til þess að rækta kannabis. Engin virðist vera óhultur. „Þessi glæpur er þess eðlis að hann leiðir af sér annan og alvarlegri glæp," segir Sveinn og vill að lögreglan taki á þjófnaðinum með það í huga. Kannabisræktun hefur stóraukist á Íslandi og á tímabili leið varla vika á milli fregna af nýjum kannabisverksmiðjum sem lögreglan var búin að uppræta. Að sögn Sveins kostar hver lampi 32 þúsund krónur. Því er auðvelt að reikna út skaða gróðrastöðvarinnar. Sveinn segir tryggingarnar bæta tapið að hluta en sjálfir þurfa bændur alltaf að bera einhvern skaða sjálfir. Sveinn er langt því frá eini ræktandinn sem hefur orðið fyrir barðinu á óprúttnum þjófum því Samband garðyrkjubænda eru komnir með nóg. Þeir hafa kallað til fundar með öllum helstu hagsmunaaðilum, „nema reyndar þjófunum sjálfum," bætir Sveinn við. Þeir ætla að kanna hvað sé hægt að gera enda garðyrkjubændur orðnir langþreyttir á kannabisræktendum. Fundur garðyrkjusambandsins verður haldinn á næstu dögum og þar verður rætt hvað sé hægt að gera til þess að sporna gegn þessari nýstárlegu plágu. Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um grunsamlegar mannaferðir í og við Laugarás á umræddu tímabili eða búa yfir upplýsingum er leitt geta til að upplýsa málið að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010.
Tengdar fréttir Stálu fimmtíu gróðurhúsalömpum Fimmtíu gróðurhúsalömpum var í nótt, mánudag, stolið úr gróðrastöðinni Espiflöt í Laugarási. 14. september 2009 10:09 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Stálu fimmtíu gróðurhúsalömpum Fimmtíu gróðurhúsalömpum var í nótt, mánudag, stolið úr gróðrastöðinni Espiflöt í Laugarási. 14. september 2009 10:09