Innlent

Stálu fimmtíu gróðurhúsalömpum

Fimmtíu gróðurhúsalömpum var í nótt, mánudag, stolið úr gróðrastöðinni Espiflöt í Laugarási.

Aðfaranótt síðastliðins þriðjudags var einnig brotist inn í gróðrastöðina og 28 lömpum stolið.

Lamparnir eru af gerðinni Gavita með 750 watta perum.

Slíkir lampar eru svo oftar en ekki notaðir til kannabisræktunar af hinum óprúttnu aðilum.

Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um grunsamlegar mannaferðir í og við Laugarás á umræddu tímabili eða búa yfir upplýsingum er leitt geta til að upplýsa málið að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×