82 lömpum stolið á viku: „Við erum orðnir langþreyttir á þessu“ Valur Grettisson skrifar 14. september 2009 11:22 Illa fenginn gróðurhúsalampi í kannabisverksmiðju. Óprúttnir þjófar hafa stolið 82 gróðurhúslömpum úr gróðrastöðinni Espiflöt í Reykholti í Bláskógabyggð. Eigandi hennar er Sveinn A. Sæland en hann segir innbrotið í nótt, þar sem 50 gróðurhúsalömpum var stolið, sé annað innbrotið í vikunni. Áður tóku þjófarnir ófrjálsri hendi 32 gróðurhúsalampa. Beint tap nemur á þriðju milljón króna. „Við erum orðnir langþreyttir á þessu," segir Sveinn á sama tíma og hann setur upp öflugt öryggiskerfi til þess að sporna við þjófunum. Stuldur á gróðurhúsalömpum hefur aukist gríðarlega og má líkja við farald. Samband garðyrkjubænda eru komnir með nóg og hyggjast halda fund með hagsmunaaðilum um málið. „Við virðumst vera komnir í hringiðu ómenningarinnar," segir Sveinn en innbrotin færðust í aukanna fyrir um ári. Sveinn segir að áður hafi innbrotin verið mikið í og í kringum Hveragerði en þjófarnir fóru sjaldnast í uppsveitir Árnessýslu. En nú eru breyttir tímar. Óprúttnir þjófar eru farnir að stela gríðarlegu magni af lömpum og er talið að þeir séu nær eingöngu notaði til þess að rækta kannabis. Engin virðist vera óhultur. „Þessi glæpur er þess eðlis að hann leiðir af sér annan og alvarlegri glæp," segir Sveinn og vill að lögreglan taki á þjófnaðinum með það í huga. Kannabisræktun hefur stóraukist á Íslandi og á tímabili leið varla vika á milli fregna af nýjum kannabisverksmiðjum sem lögreglan var búin að uppræta. Að sögn Sveins kostar hver lampi 32 þúsund krónur. Því er auðvelt að reikna út skaða gróðrastöðvarinnar. Sveinn segir tryggingarnar bæta tapið að hluta en sjálfir þurfa bændur alltaf að bera einhvern skaða sjálfir. Sveinn er langt því frá eini ræktandinn sem hefur orðið fyrir barðinu á óprúttnum þjófum því Samband garðyrkjubænda eru komnir með nóg. Þeir hafa kallað til fundar með öllum helstu hagsmunaaðilum, „nema reyndar þjófunum sjálfum," bætir Sveinn við. Þeir ætla að kanna hvað sé hægt að gera enda garðyrkjubændur orðnir langþreyttir á kannabisræktendum. Fundur garðyrkjusambandsins verður haldinn á næstu dögum og þar verður rætt hvað sé hægt að gera til þess að sporna gegn þessari nýstárlegu plágu. Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um grunsamlegar mannaferðir í og við Laugarás á umræddu tímabili eða búa yfir upplýsingum er leitt geta til að upplýsa málið að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010. Tengdar fréttir Stálu fimmtíu gróðurhúsalömpum Fimmtíu gróðurhúsalömpum var í nótt, mánudag, stolið úr gróðrastöðinni Espiflöt í Laugarási. 14. september 2009 10:09 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
Óprúttnir þjófar hafa stolið 82 gróðurhúslömpum úr gróðrastöðinni Espiflöt í Reykholti í Bláskógabyggð. Eigandi hennar er Sveinn A. Sæland en hann segir innbrotið í nótt, þar sem 50 gróðurhúsalömpum var stolið, sé annað innbrotið í vikunni. Áður tóku þjófarnir ófrjálsri hendi 32 gróðurhúsalampa. Beint tap nemur á þriðju milljón króna. „Við erum orðnir langþreyttir á þessu," segir Sveinn á sama tíma og hann setur upp öflugt öryggiskerfi til þess að sporna við þjófunum. Stuldur á gróðurhúsalömpum hefur aukist gríðarlega og má líkja við farald. Samband garðyrkjubænda eru komnir með nóg og hyggjast halda fund með hagsmunaaðilum um málið. „Við virðumst vera komnir í hringiðu ómenningarinnar," segir Sveinn en innbrotin færðust í aukanna fyrir um ári. Sveinn segir að áður hafi innbrotin verið mikið í og í kringum Hveragerði en þjófarnir fóru sjaldnast í uppsveitir Árnessýslu. En nú eru breyttir tímar. Óprúttnir þjófar eru farnir að stela gríðarlegu magni af lömpum og er talið að þeir séu nær eingöngu notaði til þess að rækta kannabis. Engin virðist vera óhultur. „Þessi glæpur er þess eðlis að hann leiðir af sér annan og alvarlegri glæp," segir Sveinn og vill að lögreglan taki á þjófnaðinum með það í huga. Kannabisræktun hefur stóraukist á Íslandi og á tímabili leið varla vika á milli fregna af nýjum kannabisverksmiðjum sem lögreglan var búin að uppræta. Að sögn Sveins kostar hver lampi 32 þúsund krónur. Því er auðvelt að reikna út skaða gróðrastöðvarinnar. Sveinn segir tryggingarnar bæta tapið að hluta en sjálfir þurfa bændur alltaf að bera einhvern skaða sjálfir. Sveinn er langt því frá eini ræktandinn sem hefur orðið fyrir barðinu á óprúttnum þjófum því Samband garðyrkjubænda eru komnir með nóg. Þeir hafa kallað til fundar með öllum helstu hagsmunaaðilum, „nema reyndar þjófunum sjálfum," bætir Sveinn við. Þeir ætla að kanna hvað sé hægt að gera enda garðyrkjubændur orðnir langþreyttir á kannabisræktendum. Fundur garðyrkjusambandsins verður haldinn á næstu dögum og þar verður rætt hvað sé hægt að gera til þess að sporna gegn þessari nýstárlegu plágu. Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um grunsamlegar mannaferðir í og við Laugarás á umræddu tímabili eða búa yfir upplýsingum er leitt geta til að upplýsa málið að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010.
Tengdar fréttir Stálu fimmtíu gróðurhúsalömpum Fimmtíu gróðurhúsalömpum var í nótt, mánudag, stolið úr gróðrastöðinni Espiflöt í Laugarási. 14. september 2009 10:09 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
Stálu fimmtíu gróðurhúsalömpum Fimmtíu gróðurhúsalömpum var í nótt, mánudag, stolið úr gróðrastöðinni Espiflöt í Laugarási. 14. september 2009 10:09