Innlent

Þór sjósettur - myndband

Þór kominn á flot.
Þór kominn á flot.

Chileíski fréttamiðillinn El Sur hefur birt á vef sínum myndband af því þegar varðskipið Þór var sjósett á miðvikudaginn var. Skipið var sjósett í ASMAR skipasmíðastöðinni en það verður afhent Íslendingum á fyrri hluta næsta árs.

Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar var viðstaddur athöfnina og sagði hann við tilefnið að um sögulega stund fyrir íslenska þjóð að ræða enda er skipið það fullkomnasta sinnar tegundar á Norður-Atlantshafi.

Smellið hér til þess að sjá myndbandið en það er hægra megin á síðunni undir titlinum „Asmar impresionó con barco para Islandia"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×